Nýr starfsmaður hjá RORUM

31. mars 2023 eftir Þorleifur Ágústsson

RORUM er að vinna mjög viðamikið verkefni sem felst í að birta niðurstöður rannsókna og vöktunar á botndýralífi á nýrri vefsíðu.

Með því móti gefst almenningi tækifæri á að sjá hvernig lífríkið á sjávarbotni er á hverjum tíma og hvernig lífríkið bregst við framkvæmdum, s.s. fiskeldi.

Vefsíðan fer í loftið innan skamms!

Steinar Bragi mun vinna vefsíðuna og bætast í hóp vísindamanna RORUM. 

Steinar Bragi Sigurðarson lauk BSc prófi í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2014 og hóf meistaranám með áherslu á Gagnavísindi og Gervigreind í Hollandi. Steinar hefur starfað sem vefforritari hjá ýmsum sprotafyrirtækjum og stærri hugbúnaðarfyrirtækjum unanfarinn áratug.

Ný vefsíða komin í loftið

22. febrúar 2023 eftir Þorleifur Ágústsson

Samstarfsverkefni Náttúrustofu Vestfjarða, Náttúrustofu Austurlands og rannsókna og ráðgjafafyrirtækisins RORUM „Birtingarmyndir Loftlagsbreytinga“ hlaut styrk úr Loftlagssjóði.

Verkefnið hefur það að markmiði að gera vefsíðu sem sýnir samfélög hryggleysingja á hafsbotni á ákveðnum stað á mismunandi tíma.

Aukning koltvísýring (CO2) í andrúmslofti hefur margvíslegar breytingar í för með sér sem einu nafni eru nefndar loftslagsbreytingar. Meðal þeirra breytinga sem verða er að  sjórinn hitnar og súrnar, þ.e. sýrustig (pH) sjávar lækkar.

Náttúrlegar sveiflur eru miklar í vistkerfum sjávar, en með loftlagsbreytingum má búast við varanlegum breytingum.

Á sjávarbotni eru fjölbreytt samfélög hryggleysingja, sem er hægt að skilgreina með tegundum dýra í hverju samfélagi og hlutfallslegum fjölda einstaklinga. Þessi samfélög hryggleysingja eru stöðugt að breytast, dýrategundum fækkar eða fjölgar á víxl.

Á vefsíðu verkefnisins, https://fjolbreytt.is, er samfélögunum lýst á myndrænan hátt, með því að sýna hvaða tegundir eru til staðar á hverjum tíma og hlutfallslegum fjölda einstaklinga innan tegundar.

Gögn sem eru notuð eru í verkefninu eru frá því, a) áður en fiskeldi hefst á því svæði, b) í 200 metra fjarlægð eða meira frá fiskeldissvæði sem hefur verið hvílt í nokkra mánuði og c) í 1000 metra fjarlægð frá næsta fiskeldissvæði.

Birtar eru myndir af samfélögunum frá mismunandi árum og þannig hægt að sjá á vefsíðunni hvernig samfélögin breytast frá ári til árs. Jafnframt er sýndur meðalfjöldi einstaklinga einstakra tegunda á hverjum tíma og þannig má sjá hvernig fjöldi einstaklinga viðkomandi tegundar breytist frá ári til árs.

Með því að skoða samfélög botndýra frá ári til árs og fjölda einstaklinga einstakra dýrategunda, má sjá hvort breytingar virðast tilviljunarkenndar eða hvort um leitni  sé að ræða. Breytingar geta orðið á ákveðnum þáttum samfélaga eins og tegundasamsetningu eða fjölda eða hlutfallsegum fjölda einstaklinga einstakra tegunda.

Verða varanlegar breytingar á botndýrasamfélögunum, þannig að t.d. ákveðnar tegundir hverfi, eða að aðrar tegundir komi til að vera, eru þær breytingar líklega vegna breytinga á umhverfisþáttum í sjónum  sem hugsanlega má rekja til loftslagsbreytinga (hærri hiti og lægra sýrustig í sjónum).

Það þarf þó að taka það fram að þau gögn sem sýnd eru á síðunni segja ekki um það hvort breytingar á tegundasamsetningu og fjölda botndýra séu rakin til loftslagsbreytinga.

Vefsíðuna má skoða hér

Dr. Soffía Arnþórsdóttir gengur til liðs við RORUM

14. febrúar 2023 eftir Þorleifur Ágústsson

RORUM hefur hafið samstarf við Dr. Soffíu Arnþórsdóttur grasafræðing. Soffía mun starfa að verkefnum með RORUM og verður mikilvæg viðbót við þá sérfræðinga sem þegar starfa hjá RORUM.

Soffía Arnþórsdóttir (f. 1960) lauk BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1984, og doktorsnámi 1997 frá líffræðideild Texasháskóla í Austin.

Soffía hefur unnið að rannsóknum og ráðgjöf í grasafræði og hefur mikinn áhuga á gróðri og umhverfi. Fyrst vann Soffía hjá Rannsóknastofnun Landbúnaðarins, Skógrækt ríkisins, og Náttúrufræðistofnun Íslands, en síðar hjá Grasagarði Reykjvíkur og Umhverfisstofnun.  Á árabilinu 2003 - 2023 hefur Soffía jafnframt starfað við fjölbreytt líffræðitengd verkefni, nýsköpun, þýðingar og kennslustörf.

 

Við hjá RORUM bjóðum Soffíu velkomna og hlökkum til að starfa með henni!

Sérfræðingur í vatnsgæðum og samstarfsmaður okkar hjá RORUM fjallar um vatnsgæði í eldi.

20. janúar 2023 eftir Þorleifur Ágústsson

Í grein sinni fjallar Asbjörn Bergheim um súrefni í og við sjókvíar.

 

Oksygennivået i vannmassene omkring merdene vil kunne svinge betydelig. Oksygenfall kan dessuten skje inne i merdene som følge av fiskens forbruk. Optimal drift av merdanlegg krever derfor løpende registrering av særlig oksygen, vannstrøm og temperatur.

 

Greinina má lesa hér.

RORUM og Matís í samstarfi í nýju rannsóknarverkefni.

17. janúar 2023 eftir Þorleifur Ágústsson

Matís og RORUM sameina einstaka sérþekkingu fyrirtækjanna til að þróa saman nýja tækni til umhverfisvöktunar fiskeldis í sjókvíum. Í verkefninu verður notast við tegundaauðgi (Species richness), sem er góður mælikvarði fyrir ástand botns við eldiskvíar.

Sjá frekar hér.