Þorleifur Ágústsson og Þorleifur Eiríksson meðhöfundar á vísindagrein um áhrif fiskeldis á sjávarbotn.

22. desember 2022 eftir Þorleifur Ágústsson

Þorleifur Ágústsson og Þorleifur Eiríksson skrifa grein um upp­söfnun líf­rænna efna og hvíld fisk­eldis­svæða

22. desember 2022 eftir Þorleifur Ágústsson

Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. Viljum við, sem vísindamenn á þessu sviði, reyna að leiðrétta ýmsan misskilning sem fram hefur komið í umræðunni. 

 

Greinina á Vísi má finna hér.

Umfjöllun á BB.is má finna hér.

Þróun aðferða til vöktunar á lífríki botns við fiskeldi í sjókvíum

14. október 2022 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Matís, RORUM, Háskóli Íslands, Tækniháskólinn í Danmörku (Danmarks Tekniske Universitet, DTU) og Fiskeldi Austfjarða (Ice Fish Farm) hafa tekið höndum saman um verkefnið BIOTOOL sem mun vinna að þróun nýrra erfðafræðilegra aðferða til vöktunar á lífríki botns við fiskeldi í sjókvíum.


Meira

Fjöruskoðun við Þorlákshöfn

25. apríl 2022 eftir
Yfirlit yfir fjöru við Þorlákshöfn
Yfirlit yfir fjöru við Þorlákshöfn
1 af 5

Meðal þess sem RORUM fæst við eru fjöruúttektir. Þá er fjara skoðuð kerfisbundið og henni lýst. Í kjölfarið er skrifuð skýrslu, gerð kort og þess háttar. Starfsmenn RORUM fóru nýlega í slíka úttekt í Þorlákshöfn og lék veðrið við þá. Meðfylgjandi eru myndir af fjörunni

Botnsýnataka í Elliðavogi

4. mars 2022 eftir
Báturinn hægra megin, Sjöfn,ferjaði leiðangursmenn út.
Báturinn hægra megin, Sjöfn,ferjaði leiðangursmenn út.
1 af 7

RORUM fór í botnsýnatöku í Elliðavogi þann 3. mars 2022. Veður var gott og vinnan tókst vel. Björgunarsveitin Ársæll ferjaði starfsmenn RORUM á staðinn, milli sýnatökustöðva og aftur heim. Sýnin fara í efnagreiningu.