Magnús Þór Bjarnason og Þorgerður Þorleifsdóttir fengu á fimtudaginn síðastliðin annað sæti í hugmyndasamkepni Eims "Gerum okkur mat úr jarðhita".
Hugmyndin var "Ræktun á heitsjávarrækju á Hjalteyri við Eyjafjörð" samstarfsverkefni milli RORUM, IRIS NO í gegnum Þorleif Ágústson, Hjalteyri ehf., Fóðurverksmiðjuna Laxá hf. og norska fyrirtækið Happy Prawns.
Í verðlaun fyrir 2. sæti voru 500.000 kr. til nýtingar í verkefnið.