Eimur Matvælasamkeppni

19. júní 2018 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Magnús Þór Bjarnason og Þorgerður Þorleifsdóttir fengu á fimtudaginn síðastliðin annað sæti í hugmyndasamkepni Eims "Gerum okkur mat úr jarðhita". 

Hugmyndin var "Ræktun á heitsjávarrækju á Hjalteyri við Eyjafjörð" samstarfsverkefni milli RORUM, IRIS NO í gegnum Þorleif Ágústson, Hjalteyri ehf., Fóðurverksmiðjuna Laxá hf. og norska fyrirtækið Happy Prawns. 

Í verðlaun fyrir 2. sæti voru 500.000 kr. til nýtingar í verkefnið. 

Strandbúnaður

23. apríl 2018 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

20.-21. Mars síðastliðin var haldin ráðstefna um Strandbúnað í annað skipti. 

 

Tveir starfsmenn RORUM voru með fyrirlestra á Ráðstefnuni:

Anna Guðrún Edvardsdóttir fjallaði um: "Heildræn áhrif fiskeldis - umhverfi, efnahagur, samfélag og menning."

Eva Dögg Jóhannesdóttir fjallaði um: "Tíðni og þéttni lúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum."

Einnig var Þorleifur Eiríksson var Málsstofustjóri í málstofunni: "Heilbrigði í strandbúnaði - verk og vitundarvakning"

Meira er hægt að lesa um verkfni Strandbúnaðar hér.

Ecoast

23. apríl 2018 eftir Thorleifur Eiriksson

RORUM er þátttakandi í verkefninu Ecost sem styrkt er af Evrópusambandinu. Verkefninu er stýrt af IRIS og unnið í samvinnu við Greig seafood, ISPRA, CNR, ISMAR og RORUM. 

Verkefnið var með veggspjald á ráðstefnunni Havbruk í Osló undir nafniu: "Hagnýting á greiningum vistfræðilegs fótspors: Beiting á huglægum líkönum og ferilsþróun." (Enska)

Meira um þetta verkefni má finna hér

Viðtal við 200 mílur

10. apríl 2018 eftir Thorleifur Eiriksson
Eva Dögg Jóhannesdóttir
Eva Dögg Jóhannesdóttir

Á dögunum hringdi blaðamaður Morgunblaðsins í verkefnastjóra okkar, Evu Dögg Jóhannesdóttur til að fræðast um stöðu lúsasmits á laxfiskum. Eva er búsett á Tálknafirði og vinnur um þessar mundir að meistaraverkefni sínu við Háskólann á Hólum sem fjallar um lúsasmit á villtum laxfiskum á Vestfjörðum. Hefur hún nú haldið tvenna fyrirlestra um það, annars vegar á ráðstefnu Vistfræðiráðstefnu Íslands og hins vegar á ráðstefnu Strandbúnaðar sem báðar voru haldnar í síðasta mánuði. 

Fjölgun lúsa á villtum laxfiskum á svæðum með sjókvíaeldi á laxi er vel þekkt erlendis og eitt af áskorunum slíks eldis. Hún skaðar bæði vilta fiska sem eldisfiska og hefur valdið töuverðu tjóni í eldi. Með vaxandi sjókvíaeldi er því gífurlega mikilvægt að fylgjast með stöðu mála með reglulegum og skipulögðum vöktunum á villtum stofnum.  

Það er ánægjulegt og mikilvægt að fréttamiðlar hafi áhuga á slíkum rannsóknum og taki bæði viðtöl og nálgist upplýsingar hjá sérfræðingum. En viðtal við hana í Morgunblaðinu birtist í blaðauka blaðsins 200 mílur þann 6. apríl sl. á prenti.

Rorum hlýtur tvo styrki úr Umhverfissjóði sjókvíeldis.

5. apríl 2018 eftir
Sjókvíar í Berufirði.
Sjókvíar í Berufirði.

Nýlega tilkynnti Umhverfissjóður sjókvíaeldis  um styrkúthlutanir fyrir árið 2018. Alls fengu þrettán verkefni styrk og af þeim er Rorum með tvö verkefni. Annars vegar er það Ný aðferð til að greina sjónræn áhrif sjókvía sem hlaut 1,5 milljónir króna og er verkefnið unnið í samstarfi við Laxa fiskeldi ehf. Verkefnisstjóri er Adam Hoffritz.

Hins vegar er það verkefnið Niðurbrot lífræns efnis úr sjókvíum. Aukinn skilningur á hvíldartíma. Það hlaut 8 milljónir króna og er samstarfsverkefni Rorum ehf., Háskóla Íslands, IRIS AS, Háskólans á Akureyri, ECOBE hjá háskólanum í Antverpen og Fiskeldis Austfjarða. Verkefnisstjóri er Þorleifur Eiríksson.

Nánar má lesa um úthlutanir sjóðsins hér.