Farangur í felt
Styrkur til vinna staðarvalsgreiningu fyrir þararækt í Ísafjarðardjúpi
RORUM hlaut á dögunum styrk frá Atvinnuveg- og nýsköpunarráðuneytingu til að vinna verkefnið Staðarvalsgreiningu fyrir þararækt í Ísafjarðardjúpi.
Þari vex víða við strendur Íslands og þekkt er að í Ísafjarðardjúpi er þara víða að finna. Hins vegar hefur útbreiðsla þara ekki verið kortlögð, sem er forsenda þess að hægt sé að nýta hann á skipulagðan hátt
Meira
Kortagerð, landupplýsingar og hnitsetningar á landamerkjum
Landupplýsingar og kortagerð eru meðal verkefna sem unnið er að hjá RORUM og er Adam Hoffritz verkefnastjóri.
Adam Hoffritz hefur fjölbreytta reynslu á sviði kortagerðar, kortlagningar og hverskyns landupplýsingavinnu.
Landupplýsingar eru mikilvægur liður í starfsemi RORUM og getum við boðið upp á öfluga þjónustu á því sviði. Sem dæmi má nefna kort í bækur og skýrslur, ýmsar landfræðilegar greiningar ásamt því að færa gögn yfir á landupplýsingaform.
RORUM tekur að sér að hnitsetja landamerki jarða, hnitsetja uppskiptingar á jörðum ásamt því að útbúa mæliblað (kort og hnitaskrá) og aðstoða fólk við ferlið frá upphafi til enda.
RORUM býður uppá þjónustu við sveitarfélög við stafrænt skipulag, svo sem að koma aðalskipulagi yfir á landupplýsingaform og hverskonar aðra landupplýsingaþjónustu.
Hjá RORUM er til staðar góð þekkingu og reynsla af landupplýsingum, kortagerð og mælingum fyrir stór og smá verkefni.
Rannsóknarverkefni hjá RORUM
Sigurður Ívar hefur byrjað á rannsóknarverkefni í líffræði hjá Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er dr. Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur hjá RORUM og umsjónarkennari er dr. Gunnar Þór Hallgrímsson professor við HÍ.
Verkefnið fjallar um samfélög hryggleysingja á sjávarbotni, samsetningu þeirra í návígi við fiskeldisstöðvar og hvernig samfélög byggjast upp í hvíld frá fiskeldi. Markmið verkefnisins er að athuga hvort tegundir sem fyrstar koma inn á raskað svæði hafi bein áhrif á hvaða tegundir koma í kjölfarið. Tilgátan er að búast megi við ákveðinni fylgni milli fjölda einstaklinga af ákveðnum tegundum og að niðurstaðan sé ekki endilega eins á nálægum svæðum.
Joseph O. Ajayi hættir hjá RORUM
Joseph hefur nú tekið þá ákvörðun að flytja til fjölskyldu sinnar í London. Hann lætur því af störfum hjá okkur og við þökkum góð störf og viðkynni.
RORUM óskar Joseph góðs gengis á nýjum vetvangi!