RORUM er að vinna mjög viðamikið verkefni sem felst í að birta niðurstöður rannsókna og vöktunar á botndýralífi á nýrri vefsíðu.
Með því móti gefst almenningi tækifæri á að sjá hvernig lífríkið á sjávarbotni er á hverjum tíma og hvernig lífríkið bregst við framkvæmdum, s.s. fiskeldi.
Vefsíðan fer í loftið innan skamms!
Steinar Bragi mun vinna vefsíðuna og bætast í hóp vísindamanna RORUM.
Steinar Bragi Sigurðarson lauk BSc prófi í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2014 og hóf meistaranám með áherslu á Gagnavísindi og Gervigreind í Hollandi. Steinar hefur starfað sem vefforritari hjá ýmsum sprotafyrirtækjum og stærri hugbúnaðarfyrirtækjum unanfarinn áratug.