Dr. Soffía Arnþórsdóttir gengur til liðs við RORUM

14. febrúar 2023 eftir Þorleifur Ágústsson

RORUM hefur hafið samstarf við Dr. Soffíu Arnþórsdóttur grasafræðing. Soffía mun starfa að verkefnum með RORUM og verður mikilvæg viðbót við þá sérfræðinga sem þegar starfa hjá RORUM.

Soffía Arnþórsdóttir (f. 1960) lauk BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1984, og doktorsnámi 1997 frá líffræðideild Texasháskóla í Austin.

Soffía hefur unnið að rannsóknum og ráðgjöf í grasafræði og hefur mikinn áhuga á gróðri og umhverfi. Fyrst vann Soffía hjá Rannsóknastofnun Landbúnaðarins, Skógrækt ríkisins, og Náttúrufræðistofnun Íslands, en síðar hjá Grasagarði Reykjvíkur og Umhverfisstofnun.  Á árabilinu 2003 - 2023 hefur Soffía jafnframt starfað við fjölbreytt líffræðitengd verkefni, nýsköpun, þýðingar og kennslustörf.

 

Við hjá RORUM bjóðum Soffíu velkomna og hlökkum til að starfa með henni!