Loftmyndir úr loftmyndasafni Landmælinga

6. janúar 2022 eftir
Loftmynd af Breiðdalsvík frá 1958, mynd tekin í 1500 m
Loftmynd af Breiðdalsvík frá 1958, mynd tekin í 1500 m

Loftmyndir eru til margra hluta nytsamlegar. Þær má nota til að greina breytingar á landnotkun, breytingar á árfarvegum, lækjum, gróðurþróun, byggðaþróun og margt fleira. 

Loftmyndasafn Landmælinga Íslands er skemmtilegt fyrir grúskara sem og fagmenn. Í safninu er skráð gríðarlegt magn loftmynda og margar hverjar er búið að skanna inn svo að hægt er að skoða þær á vefnum og einnig hægt að hala þeim niður sem jpg eða tif (sem er gott fyrir myndvinnslu og greiningar í landupplýsingaforriti). 

 

Loftmyndasafn Landmælinga Íslands

Hér eru dæmi um nokkrar loftmyndir sem finna má í safni Landmælinga. 

ULVA (Maríusvunta): „HVEITI HAFSINS”, MÓDEL-TEGUND FYRIR FRAMSÆKIÐ SJÁVARELDI

29. desember 2021 eftir
Hveiti hafsins, Ulva getur nýst í fjölmargt.
Hveiti hafsins, Ulva getur nýst í fjölmargt.
1 af 2

Síðastliðinn áratug hefur aukist mjög áhuginn á því að nýta vistkerfi strandsvæða til að rækta heilnæmt og náttúrulegt hráefni sem nýta má til manneldis og/eða í framleiðslu verðmætra afurða.

Hópur 105 vísindamanna frá 28 þjóðlöndum hefur tekið höndum saman til að tengja saman vísindi, iðnað og viðskiptalífið í Evrópu, Asíu og Ameríku og víðar með það að markmiði að efla nýtingu og ræktun afurða úr hafinu. Verkefnið er stutt af COST áætlun Evrópusambandsins.

Tilgangur COST verkefna (COST Actions) er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum með þátttöku vísindamanna af ýmsum sviðum vísinda. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum rannsókna í gegnum fundi og ráðstefnum, vinnustofum og heimsóknum.  

Rannsóknarhópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að grænþörungur af ættkvíslinni ulva, þekkt á íslensku sem maríusvunta, sé besti valkosturinn til að nota sem módel-tegund. Hópurinn byggir þessa niðurstöðu á fyrri þörungaverkefnum sem styrkt hafa verið af ESB en einnig býr ulva yfir ákveðnum eiginleikum sem hópurinn telur hentuga.

Lengi hefur verið áhugi að nýta tegundir af ulva í manneldi og af þeim sökum er til talsvert af gögnum um næringar- og efnainnihald þörungsins (s.s. prótein, kolvetni, litarefni og andoxunarefni). Ekki síst hefur verið rannsakað hvort að ulva innihaldi lífvirk efni sem nýta má meðal annars í lækningavörur.

Ræktun ulva fer ýmist fram í sjó eða í landeldisstöðvum. Ulva getur framleitt meiri lífmassa á hvern fermetra en nokkur planta sem vex á landi, eða 25-40 tonn þurrefni á hvern hektara lands á ári. Til samanburðar má rækta á ári 2,1 tonn af sojabaunum, 4,1 tonn af hveiti og 5,1 tonn af maís. Enn fremur gegnir ulva mikilvægu hlutverki í lífríki strandsvæða sökum þess að plantan virkar sem einskonar sía á ákveðin næringarefni úr umhverfinu (biofilter). Þetta er gríðarlega mikilvægt á svæðum þar sem losun lífrænna efna er mikil, svo sem frá fiskeldi, og þannig kemur ulva í veg fyrir lífræna mengun og ofauðgi eins og þörungablóma.

Verkefnið ULVA (MARÍUSVUNTA): „HVEITI HAFSINS”, MÓDEL-TEGUND FYRIR FRAMSÆKIÐ SJÁVARELDI sameinar þverfaglegar aðferðir og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Verkefnið skoðar ræktun ulva á þverfaglegan máta, eða út frá sjónarmiði líffræði, vistfræði, fiskeldis, verkfræði, hagfræði og félagsvísinda. Verkefnið mun leiða af sér frekari þróun í vísindum og tækni sem tengist nýtingu strandsvæða. Einnig mun verkefnið skapa atvinnu- og rekstrartækfæri í strandsvæðasamfélögum ásamt því að hafa önnur jákvæð samfélagsleg áhrif.

Ulva verkefnið uppfyllir núverandi áherslu Evrópusambandsins (Horizon 2020) á  fæðuöryggi samfélaga (Societal Challenges Priorities).Verkefnið mun enn fremur styðja við 14 markmið Sameinuðu þjóðanna um verndun og nýtingu náttúruauðlinda (UN Sustainable Development Goals 14; UNSDG). 

Það er Dr. Þorleifur Ágústsson sem stýrir verkefninu fyrir hönd RORUM.

Verkefnið nefnist á ensku: ULVA (SEA LETUCE): TOMORROW’S ‘WHEAT OF THE SEA’, A MODEL FOR AN INNOVATIVE MARICULTURE

Botndýragreiningar Rorum

23. desember 2021 eftir
Ormur úr botnsýni
Ormur úr botnsýni
1 af 4

Botndýragreiningar eru eitt af sérfræðisviðum RORUM. Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af greiningu á botndýrum. Botndýr í þessu samhengi eru hryggleysingjar og til þeirra teljast m.a. burstaormar, skeldýr og krabbadýr. 

Til að geta greint og talið botndýr þarf fyrst að fara út á sjó og taka botnsýni sem gert er með sérstakri greip. Það sem upp kemur í greipinni er sett í stórar plastfötur, 5-10% formalíni hellt á og einni skeið af bóraxi bætt við til að kalk leystist ekki upp. Formalíni ver hellt af eftir 2-3 daga og 80 % alkóhól sett í staðinn. Því næst eru sýnin voru sigtuð í rennandi vatni með 0,5 mm sigti. Ef sýnið er stórt er því skipt niður í hæfileg hlutsýni.

Loks eru sýnin greind í víðsjá, tegundir skilgreindar og fjöldi einstakligna talinn. Niðurstöður eru settar fram í skýrslum, eins líka má skoða hér

Fyrir þá sem ekki eru líffræðingar getur þó verið gaman að sjá myndir eða velta fyrir sér tegundaheitum á íslensku, svo sem roðamaðki, svarttanna, farburstaormar, leirulaufi, pungrækja, nikkubendinn og flækjubendill. 

Þarf að sannreyna lóðablöð? Eða mæla upp garð? Túnskika? Spildu? Einfalt og þægilegt hjá RORUM.

17. desember 2021 eftir
Dæmi um túnakort með stærðum og lengdum og einu sem búið er að hólfa niður í minni einingar, mögulega fyrir sumarbústaði eða annað
Dæmi um túnakort með stærðum og lengdum og einu sem búið er að hólfa niður í minni einingar, mögulega fyrir sumarbústaði eða annað

Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið að mæla upp land, hversu stórt sem það er. Þegar talað er um að mæla upp land er talað um að taka GPS hnit við horn við útmörk svæðis og nota hnitin til að teikna svæðið upp í landupplýsingaforriti. Þar má mæla stærð og gera ýmislegt fleira.

Af hverju að mæla upp land? Það getur verið gott að vita nákvæma afmörkun og stærð á garði þegar farið er í framkvæmdir. Það er gott að vita stærð ræktunargarðs þegar huga þarf að sáningu og áburði. Með nákvæmari mælingu er auðveldara að skipta svæðum upp á nákvæman máta.

Margir reka sig á að lóðablöð fyrir hús og garð virðast ekki stemma við raunveruleikann. Með nákvæmri mælingu má sannreyna lóðablöðin og ef þau reynast röng er hægt að nýta nýju mælinguna til að senda inn leiðréttingu til viðeigandi sveitarfélags

RORUM tekur að sé hvers konar mælingar á landi, hvort sem það er húsagarður, tún, kartöflugarður eða matjurtagarður, bílastæði eða eitthvað annað. RORUM getur einnig mælt staðsetningu hluta eins og ljósastaura, hornsteina, trjáa og fleira. Það er hægt að mæla flest og með nýjustu tækni getur RORUM mælt niður á sentímetra. Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið að fá slíka mælingu. Hjá RORUM er markmiðið að slík þjónusta sé aðgengileg og á góðum kjörum. 

Hafðu samband við verkefnisstjóra RORUM á sviði landupplýsinga, Adam Hoffritz ah@rorum.is  til að fá verðhugmynd.

Regnbogi

24. nóvember 2021 eftir
Regnboinn glæsilegi
Regnboinn glæsilegi
1 af 4

Glæsilegur regnbogi birtist yfir Sundahöfn um daginn. Regnbogi er merkilegt fyrirbæri og hefur táknað ýmislegt í gegnum tiðina, brú til Ásgarðs, tákn Guðs um að hann muni ekki aftur koma á syndaflóði, Regnbogi er hljómsveit og tákn réttindabaráttu samkynhneigðra. 

Í upphafi er regnboginn auðvitað náttúrulegt fyrirbæri eða eins og wikipedia orðar það:  

ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð.

          https://en.wikipedia.org/wiki/Rainbow

Á heimasíðu Veðurstofu Íslands má einnig lesa um regnbogann og þar segir m.a. 

 Svo regnbogi sjáist þarf regn að falla í einhverri fjarlægð frá áhorfanda auk þess sem það þarf að vera heiðskírt fyrir ofan og aftan áhorfandann og sólskin skíni bak hans. Regnbogi birtist alltaf andstæðis sólu og miðja hans er í mótsólarpunkti (miðdepli), sem er á sjóndeildarhringi við sólarupprás og sólarlag en annars fyrir neðan hann. Þess vegna er regnboginn því hærri sem sólinn er lægra á lofti.

https://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/skyfyrirbaeri/regnbogi

Hér er fróðleikur um regnboga

http://www.atoptics.co.uk/bows.htm