Flokkun landbúnaðarlands hjá RORUM

3. nóvember 2021 eftir
Fyrsta flokks landbúnaðarland í Flóa
Fyrsta flokks landbúnaðarland í Flóa

Ein þeirra greininga sem RORUM getur unnið er flokkun landbúnaðarlands

Ísland er landbúnaðarland og eru sveitarfélög landsins mörg hver að stórum hluta landbúnaðarland af mismunandi gerð og gæðum. Nýverið voru gefnar út Leiðbeiningar um flokkun landsbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar

Tilgangur leiðbeininganna er að stuðla að því að kortlagning á landbúnaðarlandi verði samræmd milli sveitarfélaga. Þannig verða til áreiðanlegri upplýsingar þvert á sveitarfélög og seinna mun fást samræmt yfirlit á landsvísu.

Sú aðferð sem leiðbeiningarnar leggja til er í grunninn fjölbreytugreining þar sem mismunandi gagnasett eru borin saman til að fá eina grunnþekju. Nánar má lesa um aðferð RORUM um flokkun landbúnaðarlands hér

Verkefnisstjóri kortagerðar- og landupplýsingar hjá RORUM er Adam Hoffritz, netfang: ah@rorum.is.

Lagarlíf 2021 - Ráðstefna um fiskeldi

28. október 2021 eftir
1 af 3

Það eru ráðstefnudagar hjá RORUM þessa daganna. Nú stendur yfir Lagarlíf 2021 sem er ráðstefna um eldi og rækun. 

Þau Anna Guðrún Edvardsdóttir og Þorleifur Ágústsson koma að málstofunni Menntun í Fiskeldi og Þorleifur Eiríksson flytur erindið Er laxaskítur úr eldi á við skólpmengun frá milljónaborg? 

Ágrip á erindi hans er svohljóðandi: Umræða þar sem ber mikið ber á mýtum og staðleysum er vandamál í allri alvarlegri umræðu. Gott dæmi um þannig umræðu er þegar lífrænum leifum frá fiskeldi er lýst sem skólpi eins og kemur frá bæjum og borgum en ekki borið saman við eðlilegan fjóshaug frá kúabúi. Hér verður reynt að fjallað um úrgang frá fiskeldi í þessu ljósi.

https://strandbunadur.is 

 

Byggðaráðstefnan 2020 - Anna Guðrún Edvardsdóttir með erindið: Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun

27. október 2021 eftir
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull
1 af 2

Daganna 26. og 27 október stendur yfir Byggðarástefnan 2020 og er hún haldin á Hótel Kötlu. Anna Guðrún Edvardsdóttir hjá RORUM og Háskólanum á Hólum heldur erindi miðvikudaginn í 27. október. Erindi hennar er hluti af Þema 3 á ráðstefnunni sem ber heitið Framtíðin er heima.

Erindi Önnu nefnist Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun. Verkefnið fékk styrk frá Byggðarannsóknarsjóði, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sveitarfélaginu Hornafirði.

Tilgangur verkefnisins var að rannsaka stöðu, hlutverk, árangur og áhrif þekkingarsetranna á nærsamfélagið. Gagna var aflað með einstaklings- og rýnihópaviðtölum auk rafrænnar spurningakönnunar og var bæði eigindlegri og megindlegri aðferðafræði beitt við greiningu gagnanna. 

Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknina, niðurstöður og kynntar tillögur til úrbóta. 

Lesa má um rannsóknir Önnu á þekkingarsetrum á heimasíðu RORUM undir verkefnaflokknum Sjálfbærni og seigla samfélaga.

 

Líffræðiráðstefnan 2021

20. október 2021 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir
1 af 2

Tveir starfsmenn RORUM voru með erindi á Líffræðiráðstefnunni 2021 sem haldin var 14-16. október.

Þorleifur Eiríksson hélt fyrirlestur um áhrif fiskeldis á botndýrasamfélög og Þorgerður Þorleifsdóttir hélt fyrirlestur um útbreiðslu skötuorms á Íslandi. Þorgerður var líka með veggspjald um varpatferli skötuorms.


Meira

Leiðangur í Fáskrúðsfjörð

13. október 2021 eftir

Starfsmenn RORUM voru í Fáskrúðsfirði í gær við rannsóknir. Tekin voru vantssýni og botnsýni. Veðrið lék við leiðangursmenn, sólríkt og myndvænt.


Meira