GLEÐILEG JÓL!

21. desember 2023 eftir Þorleifur Ágústsson

RORUM tekur þátt í PHAROS sem hlýtur tæplega 1,5 milljarð í styrk frá Evrópusambandinu (HORIZON).

19. desember 2023 eftir Þorleifur Ágústsson

RORUM tekur þátt í PHAROS sem hlýtur tæplega 1,5 milljarð í styrk frá Evrópusambandinu (HORIZON).

Verkefnið er samstarfsverkefni 24 háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja og miðar að því að vernda og endurheimta vistkerfi sjávar, koma í veg fyrir og vinna gegn mengun sjávar ásamt því að vinna að uppbyggingu sjálfbærs kolefnislauss blás hagkerfis.

Hér er um gríðarlega stórt og flókið verkefni þar sem RORUM mun vinna náið með Tækniháskólanum í Danmörku (DTU Aqua).

Áhersla RORUM verður á ágengar tegundir, en nú er farið að bera mjög á hnúðlaxi í íslenskum ám sem hætta getur verið á að hafi neikvæð áhrif á vistkerfi ánna.

RORUM og DTU munu í verkefninu beita nýjustu erfðatækni í umhverfisrannsóknum, þar sem notast verður við svokallað „umhverfis erfðaefni“ (environmental DNA, eDNA) til að nema hnúðlax, bæði nálægt árósum sem og í völdum ám.

Enn fremur verður notað í verkefninu sjálfvirk umhverfissöfnunarvél (Environmental Sampling Processor, EPS) sem getur síað sjó/vatn, einangrað erfðaefnið og magngreint hnúðlax.

Með þessu móti mun verkefnið skila mikilvægum upplýsingum um göngur hnúðlaxa.

Verkefnisstjóri er Dr. Þorleifur Ágústsson fiskalífeðlisfræðingur, en hann hefur átt samstarf við Prófessor Einar Eg. Nielsen hjá DTU Aqua um árabil.

Ísafjörður: Eyrarkláfur í umhverfismat

13. desember 2023 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Spennandi verkefni að meta umhverfisáhrif þessarar framkvæmdar. Hér er á ferðinni verkefni sem án efa mun verða vinsælt hjá ferðamönnum - innlendum og erlendum. Vel þekkt í öðrum löndum og þeir sem hafa farið með kláf líkt og þessum og notið útsýnis af fjallstoppum gleyma því seint.

https://www.bb.is/2023/12/isafjordur-eyrarklafur-i-umhverfismat/

 

Matvælaráðherra heimsækir RORUM

28. september 2023 eftir Þorleifur Ágústsson

Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir ásamt sérfræðingum úr Matvælaráðuneytinu heimsóttu okkur í RORUM í dag. Farið var yfir rannsóknir og vöktun sem RORUM innir af hendi og var ánægjulegt að finna fyrir miklum áhuga ráðherra á starfi RORUM.

Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska

26. júlí 2023 eftir Þorleifur Eiríksson
Eva Dögg Jóhannesdóttir verkefnsstjóri
Eva Dögg Jóhannesdóttir verkefnsstjóri

Árið 2021 fékk verkefnið „Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum“ styrk til þriggja ára frá Umhverfissjóði Sjókvíaeldis (UMSJ). Verkefnið er samstarfsverkefni RORUM, Keldna og Hafrannsóknarstofnunar sem og laxeldisfyrirtækja. Fyrsta og öðru rannsóknaári er nú lokið og liggja niðurstöður fyrir  (Fundargerð ) en UMSJ tók ákvörðun í ár að styrkja ekki önnur verkefni en þau sem eru lögbundin verkefni Hafrannsóknarstofnunar. Það er því ljóst að verkefninu líkur með þessum tveimur rannsóknaárum en eitt af markmiðum verkefnisins var að koma á árlegri vöktun á laxfiskum á þessum svæðum. RORUM hefur allan metnað til að halda því áfram og mun sækjast eftir styrkjum til þessa á næsta ári og komandi árum.

Vöktun á umhverfisáhrifum þess er mikilvægt bæði út frá sjónarmiðum eldisfyrirtækja sem og umhverfisins.

Þó svo að þetta tiltekna verkefni hafi einungis staðið í tvö ár hefur verkefnastjóri unnið að slíkum verkefnum síðan árið 2017 og hefur því skapast mikil reynsla og þekking innan raða RORUM.

Skýrsla um fyrra rannsóknarár

Skýrsla um annað rannsóknarár