Dr. Þorleifur Eiríksson heldur fyrirlestur á Vistfræðirástefnunni 2024

4. apríl 2024 eftir

Þorleifur Eiríksson, Sigurður Ívar Jónsson, Halldór Pálmar Halldórsson og Þorleifur Ágústsson.

RORUM

Háskóli Íslands

 

Einstakt botndýrasafélag við suðurströnd Íslands

 

 

Vegna fyrirhugaðrar efnistöku fram af Landeyja- og Eyjafjallasandi voru tekin sýni til að kanna botndýralíf á efnistökusvæðinu. Niðurstöður sýna  einstakt samfélag hryggleysingja á botni. Sýni voru tekin á 65 stöðvum á 82 km löngu svæði framaundan  ströndinni. Vestan Markarfljóts var svæðið 72 km2 og austan Markarfljóts 47 km2. Burstaormurinn Spiophanes bombyx fanst á 97 % stöðva og Nephtys ciliata á 92 % stöðva. Þessar tvær tegundir eru því ríkjandi á svæðinu. Pungrækjan Eudorella emarginata fannst á 68% stöðva og Echiura ormar á 62%. Aðrar tegundir; burstaormar, samlokur, krabbadýr og ígulker koma fyrir á 2 – 61 % stöðva, en ekki er hægt að sjá hvort  ákveðnar tegundir eða flokkunareiningar skeri sig úr í fjölda. Algengasta samlokan er halloka (Macoma calcarea) 33% og síðan pétursskel (Parvicardium pinnulatum) 23%. Ígulkerið Echinocardium sp. var áberandi, fanst á 17% stöðva. Burstaormurinn (Sthenelais limicola) vakti líka athygli, enda ekki algengur. Það sem gerir niðurstöðurnar sérstakar er samfélagsgerðin, sem ekki hefur sést áður. Hér er um mjög stórt svæði að ræða þar sem aðeins fundust  42 tegundir, eða  4-16 tegundir, að meðaltali 10, á hverri sýnatökustöð. Ennfremur sýnir skyldleikagreining að allar stöðvar voru mjög svipaðar og ekki hægt að greina skiptingu eftir svæðum, nema  að stöðvar vestan Markarfljóts sýndu aukinn skyldleika við hvora aðra en lægri skyldleika við stöðvar austan fljótsins. Sama á við um stöðvarnar austan Markarfljóts. Hér er um að ræða áhugaverða niðurstöðu í ljósi hve stórt svæðið er og einsleit samfélagsgerðin er.

www.botndyr.is er ný vefsíða þar sem þú getur skoðað áhrif frá fiskeldi á umhverfið.

25. mars 2024 eftir

Lífrænt álag frá fiskeldi vaktað með fjölbreytni botndýrasamfélaga og breytingum á styrk lífrænna efna.

Uppsöfnun lífræns efnis undir sjókvíum hefur áhrif á botndýralíf. Með því að mæla breytingar á styrk lífrænna efna og rannsaka breytingar í samfélögum hryggleysingja á botni fást nákvæmar upplýsingar um bein áhrif fiskeldis á umhverfið.

Sjáðu raungögn um styrk lífrænna efna og áhrif þeirra á botndýrasamfélög 

Uppsöfnun lífræns efnis undir sjókvíum hefur áhrif á botndýralíf. Lífrænt kolefni (TOC), köfnunarefni (TN), fosfór (TP) og oxunargildi (ORP) er mælt til að fylgjast með breytingum. Samspil efnamælinga og breytinga í samfélögum botndýra gefur því mjög skýra mynd af stöðu lífríkisins á hverjum tíma. Þessar upplýsingar eru forsenda þess að starfrækja fiskeldi í sátt við umhverfið. Vöktun á umhverfisþáttum fer fram á þremur mismunandi tímum í eldisferlinu: Áður en eldi hefst á eldissvæði til að meta hvert grunn ástandið er á eldissvæði (grunn sýnatökur). Þegar eldi hefur náð 75% af leyfilegum lífmassa eldissvæðis (hámarkssýnatökur). Þegar hvíldartíma eldissvæði líkur, venjulega 3 mánuðum eftir að slátrun líkur (hvíldarsýnatökur).

 

Þátttakendur í verkefninu eru eldisfyrirtækin Ice Fish Farm á Austfjörðum ARNARLAX, ÍS 47, HÁBRÚN og HÁAFELL á Vestfjörðum.

Vefsíðan Botndýr

GLEÐILEG JÓL!

21. desember 2023 eftir

RORUM tekur þátt í PHAROS sem hlýtur tæplega 1,5 milljarð í styrk frá Evrópusambandinu (HORIZON).

19. desember 2023 eftir

RORUM tekur þátt í PHAROS sem hlýtur tæplega 1,5 milljarð í styrk frá Evrópusambandinu (HORIZON).

Verkefnið er samstarfsverkefni 24 háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja og miðar að því að vernda og endurheimta vistkerfi sjávar, koma í veg fyrir og vinna gegn mengun sjávar ásamt því að vinna að uppbyggingu sjálfbærs kolefnislauss blás hagkerfis.

Hér er um gríðarlega stórt og flókið verkefni þar sem RORUM mun vinna náið með Tækniháskólanum í Danmörku (DTU Aqua).

Áhersla RORUM verður á ágengar tegundir, en nú er farið að bera mjög á hnúðlaxi í íslenskum ám sem hætta getur verið á að hafi neikvæð áhrif á vistkerfi ánna.

RORUM og DTU munu í verkefninu beita nýjustu erfðatækni í umhverfisrannsóknum, þar sem notast verður við svokallað „umhverfis erfðaefni“ (environmental DNA, eDNA) til að nema hnúðlax, bæði nálægt árósum sem og í völdum ám.

Enn fremur verður notað í verkefninu sjálfvirk umhverfissöfnunarvél (Environmental Sampling Processor, EPS) sem getur síað sjó/vatn, einangrað erfðaefnið og magngreint hnúðlax.

Með þessu móti mun verkefnið skila mikilvægum upplýsingum um göngur hnúðlaxa.

Verkefnisstjóri er Dr. Þorleifur Ágústsson fiskalífeðlisfræðingur, en hann hefur átt samstarf við Prófessor Einar Eg. Nielsen hjá DTU Aqua um árabil.

Ísafjörður: Eyrarkláfur í umhverfismat

13. desember 2023 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Spennandi verkefni að meta umhverfisáhrif þessarar framkvæmdar. Hér er á ferðinni verkefni sem án efa mun verða vinsælt hjá ferðamönnum - innlendum og erlendum. Vel þekkt í öðrum löndum og þeir sem hafa farið með kláf líkt og þessum og notið útsýnis af fjallstoppum gleyma því seint.

https://www.bb.is/2023/12/isafjordur-eyrarklafur-i-umhverfismat/