Starfsmenn RORUM voru í Fáskrúðsfirði í gær við rannsóknir. Tekin voru vantssýni og botnsýni. Veðrið lék við leiðangursmenn, sólríkt og myndvænt.
Leiðangur eins og þessi er vöktunarrannsókn sem vaktar áhrif fiskeldis á botndýralíf fjarða. Vatnsýni eru efnagreind og botnsýni unnin og botndýr greind og talin af sérfræðingum RORUM í víðsjá (sterioscope) sem er þrívíddarsmásjá.