Kortagerð og landupplýsingar


1 af 2

RORUM sinnir kortagerð í bækur og skýrslur og kynningar.

RORUM útbýr allar gerðir korta, hefðbundin landakort, vegakort, þemakort, örnefnakort og túnakort, svo eitthvað sé nefnt.

Útlits korts fer ætíð eftir þörfum viðskiptavinarins hverju sinni, hvort sem um er að ræða þróun á hugmynd eða útfærslu á mjög skýrri hugmynd.

Verkefnisstjóri er Adam Hoffritz, ah@rorum.is, s: 837-6177.


Botnmynd af Ísafjarðardjúpi
Botnmynd af Ísafjarðardjúpi

Hér gefur að líta kort af Ísafjarðardjúpi. Gögnin voru unnin úr fjölgeislamælingum Hafrannsóknarstofnunar. Í landupplýsingakerfum má vinna slík gögn á marga vegu, útbúa dýptarlíkön til greininga og útbúa kort eins og þetta. 

Hér er pdf útgáfa af kortinu.

 Hafa má samband við ah@rorum.is ef fólk vill nota kortið


1 af 2

Ísland er landbúnaðarland og eru sveitarfélög landsins mörg hver að stórum hluta landbúnaðarland af mismunandi gerð og gæðum. Nýverið voru gefnar út Leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar. Eru leiðbeiningarnar samstarfsverkefni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skipulagsstofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Tilgangur leiðbeininganna er að stuðla að því að kortlagning á landbúnaðarlandi verði...


Kort af viðkomustöðum ferðamanna í Fjallabyggð. Gert fyrir matsskýrslu vegna fiskeldis.
Kort af viðkomustöðum ferðamanna í Fjallabyggð. Gert fyrir matsskýrslu vegna fiskeldis.
1 af 7

 

Það er oft þörf á kortum í bækur, skýrslur, fyrirlestra, fréttir og fleira. 

Kort geta gefið einstaka  yfirsýn, sett fókus á ákveðið mál eða svæði og hjálpað við að skýra efni. 

Hér eru nokkur dæmi um kort


Sýnileikagreining vegna fiskeldis í sjókvíum í Reyðarfirði
Sýnileikagreining vegna fiskeldis í sjókvíum í Reyðarfirði
1 af 2

RORUM sinnir hvers kyns landfræðilegum greiningum, svo sem:

  • Yfirborðskortlagningu (t.d. gróðurkort, fjörugreiningar)
  • Ásýndaráhrif skoðuð með sýnileikagreiningu (t.d. vegna vindmylla eða annarra mannvirkja)
  • Staðarvalsgreiningum (hvar best er að staðsetja byggingar eða iðnað út frá ákveðnum umhverfisþáttum)
  • Flokkun landbúnaðarlands
  • Landslagsflokkun

Mynd af gagnagrunni
Mynd af gagnagrunni
1 af 4

Vinnustofa um gagnagrunna fyrir líffræði sem íslenskar stofnanir halda úti. Erindi var haldið á Neic vinnustofu um gagnagrunna. Erindið var á ensku og kallaðist Inter institutional databases in Iceland in relation to NeIC-LifeWatch og var það Þorleifur Eiríksson sem flutti erindið. Vinnustofan var haldin árið 2015. 

Kynninguna má skoða hér

Nánari upplýsingar eru hér:

https://wiki.neic.no/wiki/Workshop_Collaboration_on_e-Infrastructures_for_Nordic_Biodiversity_Informatics#Accommodation

 


Sýnileikakort
Sýnileikakort

Markmið verkefnisins er að þróa nýja aðferð til að meta sjónræn áhrif sjókvíeldis á landslag. Aðferðin mun blanda saman á nýstárlegan máta ljósmyndum og greiningu í landupplýsingakerfum (einnig þekkt sem LUK eða GIS) og mun nýtast hagsmunaaðilum og ráðgjafafyrirtækjum við mat á sjónrænum áhrif sjókvíeldis.

Verkefnið fékk úthlutað styrk að upphæð 1,5 milljón króna úr Umhverfissjóði sjókvíeldis árið 2018. 

Mynd: Sýnileikakort í frummatsskýrslu Laxa fiskeldis vegna aukningu á starfsemi fyrirtækisins í Reyðarfirði.


Nú þurfa sveitarfélög að færa aðalskipulag yfir á landupplýsingaform. Það krefst nýrra vinnubragða og nýrrar hugsunar og getur verið vandasamt verk

RORUM er með mikla þekkingu á stafrænu skipulagi og hvernig best er að færa aðalskipulag og deiliskipulag af CAD eða pappírsformi og yfir á landupplýsingaform (LUK/GIS).

RORUM getur veitt ráðgjöf um hvernig sé best að haga verkinu og hvað beri að varast.

RORUM getur fært núgildandi aðalskipulag yfir á landupplýsingaform svo allar upplýsingar haldi sér.