Viðtal við Sigmund Einarsson

19. mars 2021 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Gleðileg jól

22. desember 2020 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Kæru samstarfsmenn,

 

Við hjá RORUM óskum ykkur gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári!

 

Hlökkum til að eiga með ykkur samstarf.

Stjórnarformaður RORUM á stórafmæli

17. nóvember 2020 eftir Þorleifur Ágústsson

Stjórnarformaður RORUM, Dr. Anna Edvardsdóttir er sextug í dag. Við samstarfsfólk óskum Önnu til hamingju með daginn.

RORUM í samstarfi við Ocean University of China

20. október 2020 eftir Þorleifur Ágústsson

Dr. Þorleifur Ágústsson er meðhöfundur að nýrri vísindagrein í samstarfi við vísindamenn frá Ocean University of China. Þorleifi var boðið í heimsókn til Quingdao í Kína til að ræða fiskeldi við vísindamenn háskólans og í kjölfarið tók hann þátt í rannsókn með þarlendum vísindamönnum. Greinin hefur verið birt í ritrýndu tímariti og má lesa hér.

Nýsköpunarsjóður námsmanna - verkefni lokið

14. október 2020 eftir Anna Guðrún Edvardsdóttir

Í sumar vann Óskar Kristjánsson, nemandi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands að verkefninu Staða og hlutverk skólasamfélags við gerð samfélagsáætlana í brothættum byggðum. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var um þriggja mánaða styrk að ræða. Umsjónarmaður verkefnisins var Anna Guðrún Edvardsdsóttir, sérfræðingur hjá RORUM en nemandinn hafði aðstöðu á skrifstofu RORUM í Sundaborg 1 í Reykjavík.  Verkefninu er nú lokið og er skýrsluna að finna í útgefið efni.