Málstofa um Stöðu þekkingar á fiskeldi í sjó verður haldin af hinu íslenska náttúrufræðifélagi mánudaginn næstkomandi 25. mars 2019 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands (Stofu 132) kl. 17:15.
Kynnt verður vísindaleg þekking á hugsanlegum áhrifum fiskeldis á umhverfið með áherslu á upplýsingar, fróðleik og tækifæris til umræðna. Til fundarins munu koma vísindamenn á sviði líffræði og hafefnafræði með víðtæka þekkingu, bæði sem fyrirlesarar, fulltrúar á pallborði og sem sérfræðingar í sal.
þrjú stutt erindi verða flutt og eftir það umræður á pallborði og sal.
Erindin flytja:
Leó Alexander Guðmundsson, erfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Sólveig Rósa Ólafsdóttir, hafefnafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Árni Kristmundsson, sníkjudýrasérfræðingur á Keldum.
Á pallborði munu sitja:
Þorleifur Eiríksson, RORUM
Rakel Guðmundsdóttir, Hafrannsóknastofnun
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Fræðasetur Háskóla Íslands, Vestfjörðum
Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum
Stefán Óli Steingrímsson, Háskólinn á Hólum
Erna Karen Óskarsdóttir, Mast
Fundarstjóri er Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.