Grundvallar skýrsla um lífríki íslenskra fjarða og þolmörk lífræns álags frá fiskeldi

25. ágúst 2021 eftir Þorleifur Ágústsson

Meginmarkmið verkefnisins var að skilgreina náttúrulegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar sérstaklega með tilliti til uppsöfnunar lífrænna efna á botni og hugsanlegrar næringarefnaauðgunar. Í verkefninu var lífríkið í botnseti rannsakað og ljósi varpað á mögulegar vísitegundir sem hægt er að nota á Íslandi til að meta uppsöfnun lífrænna efna vegna athafna mannsins, svo sem vegna fiskeldis.

Verkefnið þróað og skrifað af Dr. Þorleifi Ágústssyni sem á þeim tíma var starfmaður hjá MATÍS á Ísafirði og stýrði rannsóknum á sviði þorskeldis og Dr. Þorleifi Eiríkssyni sem á þeim tíma var forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða. 

Á þeim tíma sem verkefnið var skrifað var Þekking á botndýralífi á grunnslóð við Ísland lítil, bæði við náttúrulegar aðstæður og við álag frá t.d. fiskeldi. Umsækjendur töldu að gríðarlega mikilvægt væri að auka þá þekkingu - ekki síst í ljósi fyrirætlana um aukið fiskeldi.

Grundvallar atriði til að meta áhrif fiskeldis er að bæta við Þekkingu á því það hvernig botndýrasamfélagsgerðir svara álagi frá fiskeldi en í einni rannsókn hefur verið reynt að leita svara við því varðandi lítið álag.

Markmiðið rannsóknarinnar var því að átta sig á hvaða botndýrasamfélagsgerðir eru við náttúrulegar aðstæður og hverjar þegar um álag frá mengun er að ræða með því að skoða skyldleika botndýralífs innan og utan svæðis og fá með með því upplýsingar um hvaða dýrahópar eru ríkjandi við svipaðar aðstæður.

Dr. Þorleifur Ágústsson og Dr. Þorleifur Eiríksson eru í dag starfsmenn RORUM

https://www.rorum.is/files/skra/58/