Fjöruskoðun við Þorlákshöfn

25. apríl 2022 eftir
Yfirlit yfir fjöru við Þorlákshöfn
Yfirlit yfir fjöru við Þorlákshöfn
1 af 5

Meðal þess sem RORUM fæst við eru fjöruúttektir. Þá er fjara skoðuð kerfisbundið og henni lýst. Í kjölfarið er skrifuð skýrslu, gerð kort og þess háttar. Starfsmenn RORUM fóru nýlega í slíka úttekt í Þorlákshöfn og lék veðrið við þá. Meðfylgjandi eru myndir af fjörunni

Botnsýnataka í Elliðavogi

4. mars 2022 eftir
Báturinn hægra megin, Sjöfn,ferjaði leiðangursmenn út.
Báturinn hægra megin, Sjöfn,ferjaði leiðangursmenn út.
1 af 7

RORUM fór í botnsýnatöku í Elliðavogi þann 3. mars 2022. Veður var gott og vinnan tókst vel. Björgunarsveitin Ársæll ferjaði starfsmenn RORUM á staðinn, milli sýnatökustöðva og aftur heim. Sýnin fara í efnagreiningu. 

 

Starfsmenn RORUM meðhöfundar að tveimur greinum um skötuorminn í Náttúrufræðingnum

3. febrúar 2022 eftir
Útbreiðslukort fyrir skötuorm
Útbreiðslukort fyrir skötuorm
1 af 2

Nýlega kom Náttúrufræðingurinn út og eru þar tvær greinar um skötuorminn og kemur RORUM að þeim báðum. 

Þorleifur Eiríksson, Þorgerður Þorleifsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir og Hilmar J. Malmquist fjalla um útbreiðslu skötuorms á Íslandi í grein sem ber heitið Huldudýr á heiðum uppi – útbreiðsla skötuorms á Íslandi. Í greininni er stuðst við rannsóknir, munnlegar heimildir og aðrar heimildir. Sjá má kort yfir útbreiðslu skötuormsins og fleiri greiningar.

Þóra Hrafnsdóttir og Þorgerður Þorleifsdóttir fjalla um bræðing lista og vísinda þegar höfundar fóru ásamt hollenskum listmanni og ljósmyndara til að taka myndir af skötuorminum. Greinin heitir Skötuormurinn og listamaðurinn – ferðasaga

 

Botnkort af Ísafjarðardjúpi

17. janúar 2022 eftir
Botnmynd af Ísafjarðardjúpi
Botnmynd af Ísafjarðardjúpi

Hér gefur að líta kort af Ísafjarðardjúpi. Gögnin voru unnin úr fjölgeislamælingum Hafrannsóknarstofnunar. Í landupplýsingakerfum má vinna slík gögn á marga vegu, útbúa dýptarlíkön til greininga og útbúa kort eins og þetta. 

Hér er pdf útgáfa af kortinu.

 Hafa má samband við ah@rorum.is ef fólk vill nota kortið. 

Loftmyndir úr loftmyndasafni Landmælinga

6. janúar 2022 eftir
Loftmynd af Breiðdalsvík frá 1958, mynd tekin í 1500 m
Loftmynd af Breiðdalsvík frá 1958, mynd tekin í 1500 m

Loftmyndir eru til margra hluta nytsamlegar. Þær má nota til að greina breytingar á landnotkun, breytingar á árfarvegum, lækjum, gróðurþróun, byggðaþróun og margt fleira. 

Loftmyndasafn Landmælinga Íslands er skemmtilegt fyrir grúskara sem og fagmenn. Í safninu er skráð gríðarlegt magn loftmynda og margar hverjar er búið að skanna inn svo að hægt er að skoða þær á vefnum og einnig hægt að hala þeim niður sem jpg eða tif (sem er gott fyrir myndvinnslu og greiningar í landupplýsingaforriti). 

 

Loftmyndasafn Landmælinga Íslands

Hér eru dæmi um nokkrar loftmyndir sem finna má í safni Landmælinga.