Sérfræðingur í vatnsgæðum og samstarfsmaður okkar hjá RORUM fjallar um vatnsgæði í eldi.

20. janúar 2023 eftir

Í grein sinni fjallar Asbjörn Bergheim um súrefni í og við sjókvíar.

 

Oksygennivået i vannmassene omkring merdene vil kunne svinge betydelig. Oksygenfall kan dessuten skje inne i merdene som følge av fiskens forbruk. Optimal drift av merdanlegg krever derfor løpende registrering av særlig oksygen, vannstrøm og temperatur.

 

Greinina má lesa hér.

RORUM og Matís í samstarfi í nýju rannsóknarverkefni.

17. janúar 2023 eftir

Matís og RORUM sameina einstaka sérþekkingu fyrirtækjanna til að þróa saman nýja tækni til umhverfisvöktunar fiskeldis í sjókvíum. Í verkefninu verður notast við tegundaauðgi (Species richness), sem er góður mælikvarði fyrir ástand botns við eldiskvíar.

Sjá frekar hér.

 

 

Ný skýrsla úr verkefni styrktu af Umhverfissjóði Sjókvíaeldis.

4. janúar 2023 eftir

Framkvæmd ásýndagreininga við mat á umhverfisáhrifum fiskeldis hefur lítið verið rann-sökuð. Verkefnið þróar nýja aðferðafræði við greiningu á sýnileika sjókvía með því að meta sjónræn einkenni eldissvæða á vettvangi eftir fjarlægð frá eldissvæðinu. Niður-stöður vettvangsathugana eru nýttar til að kvarða sýnileikagreiningu í landupplýsingafor-riti samkvæmt ákveðnum fjarlægðarflokkum. Þessi nýja nálgun gerir mat á sjónrænum áhrifum fiskeldis áreiðanlegra og nákvæmara.

 

Skýrslu má lesa hér.

Þorleifur Ágústsson og Þorleifur Eiríksson meðhöfundar á vísindagrein um áhrif fiskeldis á sjávarbotn.

22. desember 2022 eftir

Þorleifur Ágústsson og Þorleifur Eiríksson skrifa grein um upp­söfnun líf­rænna efna og hvíld fisk­eldis­svæða

22. desember 2022 eftir

Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. Viljum við, sem vísindamenn á þessu sviði, reyna að leiðrétta ýmsan misskilning sem fram hefur komið í umræðunni. 

 

Greinina á Vísi má finna hér.

Umfjöllun á BB.is má finna hér.