Guðmundur Víðir Helgason

14. maí 2020 eftir Thorleifur Eiriksson

Kær samstarfsmaður, vinur og einn stofnandi RORUM ehf. Guðmundur Víðir Helgason er látinn. Guðmundur Víðir var í senn góður fræðimaður og traustur samstarfsmaður. Eftir Guðmund Víði liggja fjölmargar skýrslur og greinar um líffræði og íslenska náttúru. Við hjá RORUM vottum fjölskyldu Guðmundar Víðis okkar dýpstu samúð.

Breiðdalsá og leitin að laxinum

27. apríl 2020 eftir Thorleifur Eiriksson

Þorleifur Ágústsson, fiskalífeðlisfræðingur og Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur hjá Rorum, skrifuðu skýrslu um leitina að laxinum í Breiðdalsá og að niðurstöður hennar að það hafi aldrei verið laxastofn. Skýrslan er gefin út af Rorum og hægt að lesa í heild sinni hér.

Sigurður Rafn Borgþórsson gengur til liðs við RORUM

15. apríl 2020 eftir Sigurður Rafn

Sigurður Rafn Borgþórsson hefur gengið til liðs við RORUM, hann mun sjá um tölvumál fyrir RORUM auk þess að aðstoða við önnur mál.

Flokkun og útbreiðsla íslenskra burstaorma af ættinni Pectinariidae sem safnað var í BIOICE verkefninu.

21. febrúar 2020 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Guðmundur Víðir Helgason, starfsmaður RORUM, tók þátt í skrifum á grein um "Flokkun og útbreiðsla íslenskra burstaorma af ættinni Pectinariidae sem safnað var í BIOICE verkefninu". 

Greinin mun byrtast í tímaritinu "European Jpurnal of Taxanomy". 

 

Julio PARAPAR, Verónica PALOMANES, Gudmundur V. HELGASON and Juan MOREIRA. Taxonomy and distribution of Pectinariidae (Annelida) from Iceland (BIOICE project) with remarks on uncinal morphology. Submitted to the European Journal of Taxonomy

 

 

Flokkun og útbreiðsla íslenskra burstaorma af ættinni Fauvelopsiae sem safnað var í BIOICE verkefninu

21. febrúar 2020 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Guðmundur Víðir Helgason, starfsmaður RORUM, tók þátt í skrifum á grein um "Flokkun og útbreiðsla íslenskra burstaorma af ættinni Fauvelopsiae sem safnað var í BIOICE verkefninu". 

Greinin mun byrtast í tímaritinu "Journal of Natural History". 

 

José Luis ZAMORA, Julio PARAPAR, Gudmundur V. HELGASON and Juan MOREIRA. Taxonomy and distribution of Icelandic Fauveliopsidae (Annelida) collected during the BIOICE project. Submitted to the Journal of Natural History.