Kæru samstarfsmenn,
Við hjá RORUM óskum ykkur gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári!
Hlökkum til að eiga með ykkur samstarf.
Kæru samstarfsmenn,
Við hjá RORUM óskum ykkur gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári!
Hlökkum til að eiga með ykkur samstarf.
Stjórnarformaður RORUM, Dr. Anna Edvardsdóttir er sextug í dag. Við samstarfsfólk óskum Önnu til hamingju með daginn.
Dr. Þorleifur Ágústsson er meðhöfundur að nýrri vísindagrein í samstarfi við vísindamenn frá Ocean University of China. Þorleifi var boðið í heimsókn til Quingdao í Kína til að ræða fiskeldi við vísindamenn háskólans og í kjölfarið tók hann þátt í rannsókn með þarlendum vísindamönnum. Greinin hefur verið birt í ritrýndu tímariti og má lesa hér.
Í sumar vann Óskar Kristjánsson, nemandi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands að verkefninu Staða og hlutverk skólasamfélags við gerð samfélagsáætlana í brothættum byggðum. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var um þriggja mánaða styrk að ræða. Umsjónarmaður verkefnisins var Anna Guðrún Edvardsdsóttir, sérfræðingur hjá RORUM en nemandinn hafði aðstöðu á skrifstofu RORUM í Sundaborg 1 í Reykjavík. Verkefninu er nú lokið og er skýrsluna að finna í útgefið efni.
Dr. Þorleifur Ágústsson sem búið hefur og starfað síðustu ár í Noregi hefur gengið til liðs við RORUM. "Það er mikill fengur að fá mann með hans reynslu og þekkingu til liðs við okkur, en Dr. Þorleifur hefur frá stofnun RORUM verið náinn samstarfsmaður okkar" segir framkvæmdastjóri RORUM, Þorleifur Eiríksson.