Líffræðiráðstefnan 2021

20. október 2021 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir
1 af 2

Tveir starfsmenn RORUM voru með erindi á Líffræðiráðstefnunni 2021 sem haldin var 14-16. október.

Þorleifur Eiríksson hélt fyrirlestur um áhrif fiskeldis á botndýrasamfélög og Þorgerður Þorleifsdóttir hélt fyrirlestur um útbreiðslu skötuorms á Íslandi. Þorgerður var líka með veggspjald um varpatferli skötuorms.


Meira

Leiðangur í Fáskrúðsfjörð

13. október 2021 eftir

Starfsmenn RORUM voru í Fáskrúðsfirði í gær við rannsóknir. Tekin voru vantssýni og botnsýni. Veðrið lék við leiðangursmenn, sólríkt og myndvænt.


Meira

Farangur í felt

28. september 2021 eftir
Rannsóknartæki og tól sem fóru austur á firði
Rannsóknartæki og tól sem fóru austur á firði
Líffræðingar RORUM taka stundum talsvert af farangri með í felt. Þetta fór með austur á firði fyrir nokkrum árum þar sem ýmislegt var mælt. Reiðhjólið fór ekki með.
Skýrslu má sjá hér

Styrkur til vinna staðarvalsgreiningu fyrir þararækt í Ísafjarðardjúpi

21. september 2021 eftir

RORUM hlaut á dögunum styrk frá Atvinnuveg- og nýsköpunarráðuneytingu til að vinna verkefnið Staðarvalsgreiningu fyrir þararækt í Ísafjarðardjúpi. 

Þari vex víða við strendur Íslands og þekkt er að í Ísafjarðardjúpi er þara víða að finna. Hins vegar hefur útbreiðsla þara ekki verið kortlögð, sem er forsenda þess að hægt sé að nýta hann á skipulagðan hátt


Meira

Kortagerð, landupplýsingar og hnitsetningar á landamerkjum

7. september 2021 eftir
Adam með mæligræju
Adam með mæligræju
1 af 7

Landupplýsingar og kortagerð eru meðal verkefna sem unnið er að hjá RORUM og er Adam Hoffritz verkefnastjóri.

Adam Hoffritz hefur fjölbreytta reynslu á sviði kortagerðar, kortlagningar og hverskyns landupplýsingavinnu.

Landupplýsingar eru mikilvægur liður í starfsemi RORUM og getum við boðið upp á öfluga þjónustu á því sviði. Sem dæmi má nefna kort í bækur og skýrslur, ýmsar landfræðilegar greiningar ásamt því að færa gögn yfir á landupplýsingaform.

RORUM tekur að sér að hnitsetja landamerki jarða, hnitsetja uppskiptingar á jörðum ásamt því að útbúa mæliblað (kort og hnitaskrá) og aðstoða fólk við ferlið frá upphafi til enda.

RORUM býður uppá þjónustu við sveitarfélög við stafrænt skipulag, svo sem að koma aðalskipulagi yfir á landupplýsingaform og hverskonar aðra landupplýsingaþjónustu.

Hjá RORUM er til staðar góð þekkingu og reynsla af landupplýsingum, kortagerð og mælingum fyrir stór og smá verkefni.