Byggðaráðstefnan 2020 - Anna Guðrún Edvardsdóttir með erindið: Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun

27. október 2021 eftir
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull
1 af 2

Daganna 26. og 27 október stendur yfir Byggðarástefnan 2020 og er hún haldin á Hótel Kötlu. Anna Guðrún Edvardsdóttir hjá RORUM og Háskólanum á Hólum heldur erindi miðvikudaginn í 27. október. Erindi hennar er hluti af Þema 3 á ráðstefnunni sem ber heitið Framtíðin er heima.

Erindi Önnu nefnist Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun. Verkefnið fékk styrk frá Byggðarannsóknarsjóði, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sveitarfélaginu Hornafirði.

Tilgangur verkefnisins var að rannsaka stöðu, hlutverk, árangur og áhrif þekkingarsetranna á nærsamfélagið. Gagna var aflað með einstaklings- og rýnihópaviðtölum auk rafrænnar spurningakönnunar og var bæði eigindlegri og megindlegri aðferðafræði beitt við greiningu gagnanna. 

Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknina, niðurstöður og kynntar tillögur til úrbóta. 

Lesa má um rannsóknir Önnu á þekkingarsetrum á heimasíðu RORUM undir verkefnaflokknum Sjálfbærni og seigla samfélaga.

 

Líffræðiráðstefnan 2021

20. október 2021 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir
1 af 2

Tveir starfsmenn RORUM voru með erindi á Líffræðiráðstefnunni 2021 sem haldin var 14-16. október.

Þorleifur Eiríksson hélt fyrirlestur um áhrif fiskeldis á botndýrasamfélög og Þorgerður Þorleifsdóttir hélt fyrirlestur um útbreiðslu skötuorms á Íslandi. Þorgerður var líka með veggspjald um varpatferli skötuorms.


Meira

Leiðangur í Fáskrúðsfjörð

13. október 2021 eftir

Starfsmenn RORUM voru í Fáskrúðsfirði í gær við rannsóknir. Tekin voru vantssýni og botnsýni. Veðrið lék við leiðangursmenn, sólríkt og myndvænt.


Meira

Farangur í felt

28. september 2021 eftir
Rannsóknartæki og tól sem fóru austur á firði
Rannsóknartæki og tól sem fóru austur á firði
Líffræðingar RORUM taka stundum talsvert af farangri með í felt. Þetta fór með austur á firði fyrir nokkrum árum þar sem ýmislegt var mælt. Reiðhjólið fór ekki með.
Skýrslu má sjá hér

Styrkur til vinna staðarvalsgreiningu fyrir þararækt í Ísafjarðardjúpi

21. september 2021 eftir

RORUM hlaut á dögunum styrk frá Atvinnuveg- og nýsköpunarráðuneytingu til að vinna verkefnið Staðarvalsgreiningu fyrir þararækt í Ísafjarðardjúpi. 

Þari vex víða við strendur Íslands og þekkt er að í Ísafjarðardjúpi er þara víða að finna. Hins vegar hefur útbreiðsla þara ekki verið kortlögð, sem er forsenda þess að hægt sé að nýta hann á skipulagðan hátt


Meira