RORUM tekur þátt í PHAROS sem hlýtur tæplega 1,5 milljarð í styrk frá Evrópusambandinu (HORIZON).

19. desember 2023 eftir

RORUM tekur þátt í PHAROS sem hlýtur tæplega 1,5 milljarð í styrk frá Evrópusambandinu (HORIZON).

Verkefnið er samstarfsverkefni 24 háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja og miðar að því að vernda og endurheimta vistkerfi sjávar, koma í veg fyrir og vinna gegn mengun sjávar ásamt því að vinna að uppbyggingu sjálfbærs kolefnislauss blás hagkerfis.

Hér er um gríðarlega stórt og flókið verkefni þar sem RORUM mun vinna náið með Tækniháskólanum í Danmörku (DTU Aqua).

Áhersla RORUM verður á ágengar tegundir, en nú er farið að bera mjög á hnúðlaxi í íslenskum ám sem hætta getur verið á að hafi neikvæð áhrif á vistkerfi ánna.

RORUM og DTU munu í verkefninu beita nýjustu erfðatækni í umhverfisrannsóknum, þar sem notast verður við svokallað „umhverfis erfðaefni“ (environmental DNA, eDNA) til að nema hnúðlax, bæði nálægt árósum sem og í völdum ám.

Enn fremur verður notað í verkefninu sjálfvirk umhverfissöfnunarvél (Environmental Sampling Processor, EPS) sem getur síað sjó/vatn, einangrað erfðaefnið og magngreint hnúðlax.

Með þessu móti mun verkefnið skila mikilvægum upplýsingum um göngur hnúðlaxa.

Verkefnisstjóri er Dr. Þorleifur Ágústsson fiskalífeðlisfræðingur, en hann hefur átt samstarf við Prófessor Einar Eg. Nielsen hjá DTU Aqua um árabil.