Þarf að sannreyna lóðablöð? Eða mæla upp garð? Túnskika? Spildu? Einfalt og þægilegt hjá RORUM.

17. desember 2021 eftir
Dæmi um túnakort með stærðum og lengdum og einu sem búið er að hólfa niður í minni einingar, mögulega fyrir sumarbústaði eða annað
Dæmi um túnakort með stærðum og lengdum og einu sem búið er að hólfa niður í minni einingar, mögulega fyrir sumarbústaði eða annað

Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið að mæla upp land, hversu stórt sem það er. Þegar talað er um að mæla upp land er talað um að taka GPS hnit við horn við útmörk svæðis og nota hnitin til að teikna svæðið upp í landupplýsingaforriti. Þar má mæla stærð og gera ýmislegt fleira.

Af hverju að mæla upp land? Það getur verið gott að vita nákvæma afmörkun og stærð á garði þegar farið er í framkvæmdir. Það er gott að vita stærð ræktunargarðs þegar huga þarf að sáningu og áburði. Með nákvæmari mælingu er auðveldara að skipta svæðum upp á nákvæman máta.

Margir reka sig á að lóðablöð fyrir hús og garð virðast ekki stemma við raunveruleikann. Með nákvæmri mælingu má sannreyna lóðablöðin og ef þau reynast röng er hægt að nýta nýju mælinguna til að senda inn leiðréttingu til viðeigandi sveitarfélags

RORUM tekur að sé hvers konar mælingar á landi, hvort sem það er húsagarður, tún, kartöflugarður eða matjurtagarður, bílastæði eða eitthvað annað. RORUM getur einnig mælt staðsetningu hluta eins og ljósastaura, hornsteina, trjáa og fleira. Það er hægt að mæla flest og með nýjustu tækni getur RORUM mælt niður á sentímetra. Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið að fá slíka mælingu. Hjá RORUM er markmiðið að slík þjónusta sé aðgengileg og á góðum kjörum. 

Hafðu samband við verkefnisstjóra RORUM á sviði landupplýsinga, Adam Hoffritz ah@rorum.is  til að fá verðhugmynd.

Regnbogi

24. nóvember 2021 eftir
Regnboinn glæsilegi
Regnboinn glæsilegi
1 af 4

Glæsilegur regnbogi birtist yfir Sundahöfn um daginn. Regnbogi er merkilegt fyrirbæri og hefur táknað ýmislegt í gegnum tiðina, brú til Ásgarðs, tákn Guðs um að hann muni ekki aftur koma á syndaflóði, Regnbogi er hljómsveit og tákn réttindabaráttu samkynhneigðra. 

Í upphafi er regnboginn auðvitað náttúrulegt fyrirbæri eða eins og wikipedia orðar það:  

ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð.

          https://en.wikipedia.org/wiki/Rainbow

Á heimasíðu Veðurstofu Íslands má einnig lesa um regnbogann og þar segir m.a. 

 Svo regnbogi sjáist þarf regn að falla í einhverri fjarlægð frá áhorfanda auk þess sem það þarf að vera heiðskírt fyrir ofan og aftan áhorfandann og sólskin skíni bak hans. Regnbogi birtist alltaf andstæðis sólu og miðja hans er í mótsólarpunkti (miðdepli), sem er á sjóndeildarhringi við sólarupprás og sólarlag en annars fyrir neðan hann. Þess vegna er regnboginn því hærri sem sólinn er lægra á lofti.

https://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/skyfyrirbaeri/regnbogi

Hér er fróðleikur um regnboga

http://www.atoptics.co.uk/bows.htm

 

 

Flokkun landbúnaðarlands hjá RORUM

3. nóvember 2021 eftir
Fyrsta flokks landbúnaðarland í Flóa
Fyrsta flokks landbúnaðarland í Flóa

Ein þeirra greininga sem RORUM getur unnið er flokkun landbúnaðarlands

Ísland er landbúnaðarland og eru sveitarfélög landsins mörg hver að stórum hluta landbúnaðarland af mismunandi gerð og gæðum. Nýverið voru gefnar út Leiðbeiningar um flokkun landsbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar

Tilgangur leiðbeininganna er að stuðla að því að kortlagning á landbúnaðarlandi verði samræmd milli sveitarfélaga. Þannig verða til áreiðanlegri upplýsingar þvert á sveitarfélög og seinna mun fást samræmt yfirlit á landsvísu.

Sú aðferð sem leiðbeiningarnar leggja til er í grunninn fjölbreytugreining þar sem mismunandi gagnasett eru borin saman til að fá eina grunnþekju. Nánar má lesa um aðferð RORUM um flokkun landbúnaðarlands hér

Verkefnisstjóri kortagerðar- og landupplýsingar hjá RORUM er Adam Hoffritz, netfang: ah@rorum.is.

Lagarlíf 2021 - Ráðstefna um fiskeldi

28. október 2021 eftir
1 af 3

Það eru ráðstefnudagar hjá RORUM þessa daganna. Nú stendur yfir Lagarlíf 2021 sem er ráðstefna um eldi og rækun. 

Þau Anna Guðrún Edvardsdóttir og Þorleifur Ágústsson koma að málstofunni Menntun í Fiskeldi og Þorleifur Eiríksson flytur erindið Er laxaskítur úr eldi á við skólpmengun frá milljónaborg? 

Ágrip á erindi hans er svohljóðandi: Umræða þar sem ber mikið ber á mýtum og staðleysum er vandamál í allri alvarlegri umræðu. Gott dæmi um þannig umræðu er þegar lífrænum leifum frá fiskeldi er lýst sem skólpi eins og kemur frá bæjum og borgum en ekki borið saman við eðlilegan fjóshaug frá kúabúi. Hér verður reynt að fjallað um úrgang frá fiskeldi í þessu ljósi.

https://strandbunadur.is 

 

Byggðaráðstefnan 2020 - Anna Guðrún Edvardsdóttir með erindið: Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun

27. október 2021 eftir
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull
1 af 2

Daganna 26. og 27 október stendur yfir Byggðarástefnan 2020 og er hún haldin á Hótel Kötlu. Anna Guðrún Edvardsdóttir hjá RORUM og Háskólanum á Hólum heldur erindi miðvikudaginn í 27. október. Erindi hennar er hluti af Þema 3 á ráðstefnunni sem ber heitið Framtíðin er heima.

Erindi Önnu nefnist Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun. Verkefnið fékk styrk frá Byggðarannsóknarsjóði, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sveitarfélaginu Hornafirði.

Tilgangur verkefnisins var að rannsaka stöðu, hlutverk, árangur og áhrif þekkingarsetranna á nærsamfélagið. Gagna var aflað með einstaklings- og rýnihópaviðtölum auk rafrænnar spurningakönnunar og var bæði eigindlegri og megindlegri aðferðafræði beitt við greiningu gagnanna. 

Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknina, niðurstöður og kynntar tillögur til úrbóta. 

Lesa má um rannsóknir Önnu á þekkingarsetrum á heimasíðu RORUM undir verkefnaflokknum Sjálfbærni og seigla samfélaga.