Nýlokið hefur verið samvinnuverkefni Vistum, RORUM og Ísfells sem unnið var undir stjórn VISTUM. Verkefnisstjóri var Magnús Þór Bjarnason. Verkefnið fjallaði um að athuga hvort hægt væri að nýta smáan krækling og aðrar ásætur sem eru þrifnar af fiskeldiskvíum á landi. Unnið var rekstrar og hagkvæmnismat á mögulegri nýtingu á þessum hráefnum og niðurstöður lagðar fram í lokaskýrslu.