Skötuormarannsóknir

RORUM hefur fengist við athuganir á skötuorminum (Lepidurus arcticus) sem er krabbadýr og stærsti hryggleysinginn í ferskvatni á Íslandi. Skötuormurinn er norræn tegund, rándýr og hrææta, einær og lifir jafnt sem í djúpum vötnun og grunnum tjörnum. Hann finnst á heiðum uppi og á láglendi. 

Í Náttúrufræðingnum 91, 2021, komu út tvær greinar um skötuorminn og RORUM kom að þeim báðum.

Þorleifur Eiríksson, Þorgerður Þorleifsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir og Hilmar J. Malmquist fjalla um útbreiðslu skötuorms á Íslandi í grein sem ber heitið Huldudýr á heiðum uppi – útbreiðsla skötuorms á Íslandi. Í greininni er stuðst við rannsóknir, munnlegar heimildir og aðrar heimildir. Sjá má kort yfir útbreiðslu skötuormsins og fleiri greiningar.

Þóra Hrafnsdóttir og Þorgerður Þorleifsdóttir fjalla um bræðing lista og vísinda þegar höfundar fóru ásamt hollenskum listmanni og ljósmyndara til að taka myndir af skötuorminum. Greinin heitir Skötuormurinn og listamaðurinn – ferðasaga

Þorgerður Þorleifsdóttir rannsakaði ásamt öðrum varphegðun skötuormsins. Unnin var BS ritgerð í líffræði og veggspjald. Um niðurstöður rannsóknarinnar segir á veggspjaldinu "Rannsóknin bendir til þess að líkamsstærð hafi áhrif á hegðun dýrsins og ákvarði bæði hversu mörgum eggjum er verpt hverju sinni og hversu oft. Stærri dýrin eru því líklega frjósamari og með meiri æxlunarárangur en þau minni. Þetta er í fyrsta skipti sem sýnt er fram á þetta hjá þessari tegund. Ýmislegt annað í umhverfi dýrsins og þroska skiptir eflaust einnig máli í þessu samhengi"

Veggspjaldið má skoða hér.