Þangnýting


Þang hefur verið nýtt 


Leitað að neðri mörkum skúfaþangsbeltis í Kaldbaksvík
Leitað að neðri mörkum skúfaþangsbeltis í Kaldbaksvík
1 af 4

Markmið verkefnisins var að meta magn og dreifingu nýtanlegs þangs í Húnaflóa. Sérstaklega voru skoðaðar þrjár tegundir: bóluþang (Fucus vesiculosus), skúfaþang (Fucus distichus/evanescens) og klapparþang (Fucus spiralis), en einnig var klóþang (Aschophylym nodosum) skoðað.

Heildarmagn þangs í fjörum Húnaflóa er metið 22.678 tonn. Til viðbótar er magn skúfaþangs, neðst í fjöru og neðan fjöru 16.069 tonn. Þar af leiðandi er heildarmagn þangs 36.233 tonn, en þetta magn er mjög mismunandi eftir svæðum við Húnaflóa. 

Nánar má lesa um þetta í lokaskýrslu verkefnisins.

 


Vöxtur á bóluþangi mældur
Vöxtur á bóluþangi mældur
1 af 4

Markmið verkefnisins var að gera uppskerumælingar á þangi í Ísafjarðardjúpi í samstarfi við bændur og landeigendur. 

Þang er verðmæt afurð sem er vannýtt hér á landi. Strandlengja Ísafjarðardjúps er löng og með mikla þangþekju og gæti því hentað vel fyrir þangskurð. Í verkefninu verða gerðar  uppskerumælingar á þangi úr Ísafjarðardjúpi svæðinu í samstarfi við bændur og landeigendur. Aðallega verður horft til bóluþangs (Fucus vesiculosus) og skúfaþangs (F. distichus), en einnig horft til annarra tegunda, svo sem klapparþangs (F. spiralis) og klóþangs (Ascohphylum nodosum). 


RORUM hlaut styrk frá Atvinnuveg- og nýsköpunarráðuneytingu til að vinna verkefnið Staðarvalsgreiningu fyrir þararækt í Ísafjarðardjúpi. 

Þari vex víða við strendur Íslands og þekkt er að í Ísafjarðardjúpi er þara víða að finna. Hins vegar hefur útbreiðsla þara ekki verið kortlögð, sem er forsenda þess að hægt sé að nýta hann á skipulagðan hátt, bæði með söfnun á villtum þara og þararækt. Með nákvæmri kortlagningu má stuðla að betri nýtingu á vannýttri auðlind og styrkja atvinnuvegi og byggð í Ísafjarðardjúpi, þar sem þegar er sterk hefð fyrir nýtingu á fjölbreyttum sjávarafurðum.

Verkefnið gengur út á að safna saman upplýsingum, vísindagögnum, mæligögnum og upplýsingum frá staðkunnugum og nota til að greina í hentug þararæktunarsvæði. Greiningin verður gerð í landupplýsingaforriti.