Rannsóknaverkefni um nýtanlegt þang í Húnaflóa

Markmið verkefnisins var að meta magn og dreifingu nýtanlegs þangs í Húnaflóa. Sérstaklega voru skoðaðar þrjár tegundir: bóluþang (Fucus vesiculosus), skúfaþang (Fucus distichus/evanescens) og klapparþang (Fucus spiralis), en einnig var klóþang (Aschophylym nodosum) skoðað.

Heildarmagn þangs í fjörum Húnaflóa er metið 22.678 tonn. Til viðbótar er magn skúfaþangs, neðst í fjöru og neðan fjöru 16.069 tonn. Þar af leiðandi er heildarmagn þangs 36.233 tonn, en þetta magn er mjög mismunandi eftir svæðum við Húnaflóa. 

Nánar má lesa um þetta í lokaskýrslu verkefnisins.