Magnús Þór Bajarnason, Eva G. Þorvaldsdottir, Guðmundur Víðir Helgason and Þorleifur Eiríksson. 2018. Nýting á krækling á fiskeldiskvium. Vistum 2018 001

Magnús Thor Bajarnason, Eva G. Thorvaldsdottir, Guðmundur Víðir Helgason and Thorleifur Eiriksson. 2018. Nýting á krækling á fiskeldiskvium. Vistum 2018 001.

Við innleiðingu á hugmyndafræði sjálfbærni og nálgunar hringrásar við vinnslu á því sem áður taldist úrgangur, er og mun breyta því hvernig við nálgumst úrgang okkar og byrjum að líta á hann sem hráefni. Í þessu verkefni er horft til nýtingar á skel sem fellur til við hreinsun fiskeldiskvía Ísfell á Flateyri, sem kemur frá fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum. Á fyrsta ári starfseminnar hefur um 30 tonnum á lífrænum úrgangi verið keyrt til urðannar í Fíflholti á Vesturlandi. Fyrir utan að vera kostnaðarsöm í peningalegu og umhverfislegu tilliti, þá verður þessi ósjálfbæra förgunaraðferð óleyfileg eftir 2023 og því er nauðsynlegt að líta á lífrænan úrgang sem hráefni. Umhverfi fiskeldiskvía er næringarríkt sem leiðir af sér ásætur sem setjast á kvía, þetta er vandi sem hefur verið leystur með gróf hreinsun í sjó og svo fullhreinsun í landi eða litun kvía þ.s. nótum er dýpt í kopar sem minnkar ásætur. Hingað til hefur fyrri aðferð verið beitt á Vestfjörðum og það kallar á þjónustu hreinsistöðva eins og Ísfells á Flateyri. Kræklingar og kræklingaþræðir eru einn sterkustu náttúrulegufestingarnar sem fyrir finnast, til þess að losa um krækling þurfa fiskeldisnætur að liggja í kör svo kræklingaþræðir fúlni af. Þetta hefur þau áhrif að nánast ekkert hold er eftir á skel þegar hún er þvegin, það úldnar burt. Þrátt fyrir þetta er nóg lífrænt efni í skel úrgang að hann teljist lífrænn úrgangur og heyrir undir reglugerðir þar um. Kræklingaskel er rík af kalki og öðrum steinefnum og getur nýst vel í margar vinnslur og helst innan landbúnaðar sem jarðvegsbætir. Það sem takmarkar notkunar á skel frá Ísfell á Flateyri er lítið og óreglulegt framboð. Sá kostur sem er fýsilegastur og getur lækkað kostnað við förgun á lífrænum úrgangi frá Ísfell á Flateyri er moltuvinnsla. Á haustdögum 2018 hófst moltuvinnsla í Skutulsfirði, kræklingaskel passar vel í þá vinnslu þar sem molta er súr, en með skel er ph-gildið hækkað sem gerir moltu að betri og næringaríkari jarðvegi. Þessi nálgun passar vel við hugmyndir um hringrás næringarefna og endurnýtingu.