Áframræktun á hörpudiski á Vestfjörðum

Verkefnið „Áframræktun á hörpudiski á Vestfjörðum“ fékk styrk úr Uppbyggingasjóði Vestfjarða 2019. Tilgangur verkefnisin var að athuga hvort hægt væri að geyma lifandi hörpudisk í búrum til að geta sinnt eftirspurn markaðar og hvort hörpudiskurinn yxi við slíkar aðstæður þannig að hægt væri að stunda áframræktun á smærri skeljum.

Hörpudiski var safnað af kafara á grunnu vatni. Skeljar voru mældar og tekin mynd af efri hlið. Þær voru síðan einstaklingsmerktar og hörpudiskum komið fyrir í búri neðansjávar. Einnig voru diskar teknir til krufningar og vöðvi og kynkirtlar vigtaðir. Eftir að hafa verið geymdir í sjónum voru hörpudiskar mældir aftur. Einnig voru tekin sýni til viðmiðunar við fyrri sýni.

Niðurstöður sýna að diskur á þessu svæði vex hratt og vöðvinn stærri en þekkist annarsstaðar við Ísland. Dauði var meiri en búist var við en þeir hörpudiskar sem lifðu virtust vera hressir og voru ekki með minni vöðva en viðmiðunardiskar.

Skýrslu má nálgast hér.