Þörungagróður í Þingvallavatni
Gunnar Steinn Jónsson. 2018. Þörungagróður í Þingvallavatni. Ljósmyndir af 56 tegundum svifþörunga og 125 tegundum
smásærra kísilþörunga á botni Þingvallavatns. RORUM 2018 001.
Einn sérfræðingur RORUM hefur aftur tekið upp þörungarannsóknir í Þingvallavatni frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hér er listi (gagnagrunnur) yfir smásæja svifþörunga Þingvallavatns sem studdur er með myndum af þörungum úr vatninu og öðrum gögnum. Þessi myndalisti er ígildi tegundasafns fyrir vatnið (sbr: ÍST EN 15204:2006). Verkefnið er styrkt af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Þörungagróður í Þingvallavatni Ljósmyndir af 56 tegundum svifþörunga og 125 tegundum smásærra kísilþörunga á botni Þingvallavatns
Flokkunarfræði kísilþörunga hefur tekið stakkaskiptum frá áttunda áratug síðustu aldar og ekki er nægilegt að færa tegundanöfn til nýrra horfs, heldur verður að greina flestar tegundirnar að nýju. Einstökum tegundum hefur verið skipt upp í fleiri tegundir og ættkvíslum hefur verið fjölgað verulega. Undirbúningur að endurskoðun á nafngreiningu smásærra kísilþörunga á botni Þingvallavatns er hafinn.