Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun
Anna Guðrún Edvardsdóttir vann verkefnið Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun í samvinnu við Nýheima Þekkingarsetur, Háskólafélag Suðurlands og Þekkingarnet Þingeyinga og styrkt af Sveitarfélaginu Hornafirði, Byggðarannsóknasjóði og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Niðurstöður leiddu m.a. í ljós að samfélögin á starfssvæðum þekkingarsetranna eru frekar lík og glíma við það sama; fólksfækkun og einhæfni í atvinnulífi í sumum samfélögum en uppbyggingu, fólksfjölgun og fjölbreytni í atvinnulífinu í öðrum.
Nýja áskorunin er fjöldi þeirra erlendu starfsmanna sem annað hvort flytja á svæðin til frambúðar eða dvelja tímabundið við störf. Erfitt er að fá þessa aðila til að taka þátt í samfélaginu og það sem fulltrúar þeirra komu fram með í rýnihópunum styður við niðurstöður einstaklingsviðtalanna og könnunarinnar um að íbúar af erlendum uppruna þekkja lítið til ýmissarstarfsemi í samfélögunum.
Hér gætu þekkingarsetrin verið leiðandi í rannsóknum á þessu sviði, leitað leiða til að efla samfélagsþátttöku íbúa af erlendum uppruna og þróað aðferðir til að taka á þessari áskorun. Þá draga niðurstöðurnar fram vilja og óskir íbúa frá 20 – 70 ára sem vilja tengjast setrunum á einhvern hátt og lagðar eru fram ýmsar leiðir til þess sem setrin ættu að taka til skoðunar.