Ferlið við hnitsetningu og afmörkun jarða

Ferlið sem fylgir því að hnitsetja landamerki og, eftir atvikum, stofna nýjar jarðir getur vafist fyrir fólki. Hér er ferlið útskýrt í stuttu máli.

  1. Fyrst skref er að hafa samband við fagmann sem tekur niður upplýsingar um jörðina og byrjar að afla gagna, sem geta t.d. verið hnitaskrár fyrir aðliggjandi jarðir, landamerkjabréf, kaupsamningar og annað sem kann að skipta máli.
  2. Næst skref felst í því að fara á vettvang og mæla jörðina. Það verk tekur mislangan tíma eftir aðstæðum. Atriði sem hafa áhrif eru til dæmis stærð jarðar, hvort búið er að hnitsetja aðliggjandi jarðir og hvort ganga þurfi skurði. Er auðvelt að komast um landið?
  3. Þriðja skref er úrvinnsla mæligagna. GPS hnitin eru færð yfir í landupplýsingaforrit og jörð og lóðir teiknaðar upp.
  4. Næst er að útbúa svokallað mæliblað sem einnig er þekkt sem uppdráttur. Mæliblað er kort sem sýnir legu jarðarinnar, aðgengi að jörðinni frá vegi, stærð hennar, hnit punkta, heiti hennar og landnúmer ásamt heitum og landnúmerum aðliggjandi jarða. Vísa þarf í skjöl sem liggja að baki afmörkun og fleira. Allt sem þarf til að sýna að þetta sé sannarlega rétt jörð á réttum stað og að að baki vinnunni liggi traustar heimildir.
  5. Fimmta skref er að senda mæliblaðið til byggingarfulltrúa sem leggur til lagfæringar ef þarf. Þegar byggingarfulltrúi samþykkir blaðið er það tekið til afgreiðslu og samþykkt.
  6. Eftir samþykki byggingarfulltrúa þurfa eigendur og eigendur nærliggjandi jarða að skrifa undir mæliblaðið og samþykkja þar með allt sem þar kemur fram.
  7. Eftir undirskrift er mæliblaðið sent aftur til sveitarfélagsins þar sem það fær lokaafgreiðslu. Frá sveitarfélaginu fer blaðið til Þjóðskrár Íslands.

 

Þegar þessu er lokið er búið að afmarka og stofna nýja jörð eða búið að hnitsetja fyrirliggjandi afmörkun jarða.

Ferlið tekur mislangan tíma en nokkrir mánuðir geta liði frá hnitsetningu á vettvangi og þar til ferlinu er lokið.

 

RORUM tekur að sér að hnitsetningu jarða og vinnur verkið hratt og örugglega og er viðskiptavinurinn upplýstur um helstu skref eftir því sem verkinu miðar áfram.