Hnitsetning jarða og uppskipting


Dæmi um landamerki sem búið er að hnitsetja svo afmörkun jarðar sést vel.
Dæmi um landamerki sem búið er að hnitsetja svo afmörkun jarðar sést vel.
1 af 2

RORUM tekur að sér hnitsetningu landamerkja og nýtir til þess nýjustu tækni svo að mælingar eru mjög nákvæmar.

RORUM annast uppskiptingu á jörðum, veitir ráðgjöf og útbýr afmörkun á nýrri jörð.

RORUM aðstoðar viðskiptavini við ferlið frá upphafi til enda og sér um samskipti við stofnanir.

RORUM útbýr nauðsynleg skjöl, svo sem uppdrætti, mæliblöð, kort og hnitaskrár auk annarra gagna sem nauðsynleg eru.

 

Verkefnisstjóri hnitsetninga jarða og uppskiptinga er Adam Hoffritz, ah@rorum.is S: 837-6177.


Mælitæki RORUM við hornpunkt þriggja jarða.
Mælitæki RORUM við hornpunkt þriggja jarða.
1 af 3

Enn á eftir að hnitsetja landamerki fjölmargra jarða á Íslandi. Það er þarft verk að hnitsetja landamerki og margt sem græðist á því. Hnitsetning landamerkja er einskonar skoðun á landamerkjum. Farið er í saumana á landamerkjum, kafað ofan í heimildir og rætt við ábúendur og staðkunnuga. 

Hnitsetning landamerkja fer oftast þannig fram að mælimaður fer á vettvang og gengur á landamerkin sem er mis tímafrekt verk eftir eðli landamerkja. Einnig skiptir máli hvort búið er að hnitsetja nærliggjandi jarðir. Hnitsetning þarf að vera nákvæm og er alla jafna notaður tækjabúnaður sem bíður upp á nákvæmni undir 0.5 m. 

Eftir vettvangsvinnu er unnið úr mælingum og útbúið svokalla mæliblað. Mæliblað, eða uppdráttur, sýnir afmörkun jarðarinnar ásamt landnúmeri og stærð. Mæliblað sýnir einnig afmörkunarhnitin í landshnitakerfi Íslands og hvaða heimildir stuðst var við. Einnig eru upplýsingar um hver það var sem mældi og upplýsingar um nákvæmni mælinga. Þá er einnig pláss fyrir undirskriftir eiganda nærliggjandi jarða þar sem þeir þurfa að samþykkja hnitsetninguna sem rétta. 

Þegar búið er að útbúa mæliblað er það sent til skipulagsfulltrúa sveitarfélags og seinna sveitarstjórnar. Seinast í ferlinu fer skjalið til Þjóðskrár Íslands sem birtir afmörkunina í landeignavefsjá