Hálfdán H. Helgason Halldór W. Stefánsson Kristján Lilliendahl Þorleifur Eiríksson. Fuglalíf á Berufirði frá apríl 2021 til mars 2022. RORUM 2022 014, ISSN 2547-6696 ISBN 978-9935-514-15-8. NA-220230, ISSN: 2547-7447, ISBN 978-9935-9
Hálfdán H. Helgason Halldór W. Stefánsson Kristján Lilliendahl Þorleifur Eiríksson. Fuglalíf á Berufirði frá apríl 2021 til mars 2022. RORUM 2022 014, ISSN 2547-6696 ISBN 978-9935-514-15-8. NA-220230, ISSN: 2547-7447, ISBN 978-9935-9670-1-5.
Fuglalíf á Berufirði var kannað í samstarfi Rorum og Náttúrustofu Austurlands (NA) vegna fyrirhugaðs flutnings og stækkunar laxeldissvæða í firðinum. Markmið könnunarinnar var í fyrsta lagi að telja og lýsa útbreiðslu fjögurra áherslu tegunda; flórgoða (Podiceps auritus), himbrima (Gavia immer), straumanda (Histrionicus histrionicus) og dugganda (Aythya marila) og í öðru lagi að lýsa fuglalífi á svæðinu, einkum að vetri til. Talið var 8 sinnum á 7-12 talningasvæðum á Berufirði frá apríl 2021 til mars 2022. Einnig voru skráningar í gagnagrunni eBird.com teknar saman til að meta dreifingu áherslutegundanna um fjörðinn á mismunandi árstímum. Þá voru niðurstöður vetrarfuglatalninga Náttúrufræðistofnunnar Íslands á suðurströnd Berufjarðar skoðaðar með tilliti til breytinga á fjölda fugla milli ára, þá sér í lagi áherslutegundanna. Í talningum NA frá apríl 2021 til mars 2022 voru taldir 29.573 fuglar af 55 tegundum á svæðinu í heild sinni. Langmest var af æðarfugli eða 55% allra talinna fugla, næst mest var af fýl (9%), svo hávellu (7%), grágæs (6%), hettumáf (5%) og silfurmáf (4%). Flestir fuglar (6.203) sáust seinni hluta mars 2022 en flestar tegundir komu fram í maí 2021 eða 45. Þéttleiki fugla var langmestur í botni fjarðarins 83-284 fuglar á km2 að meðaltali í talningu og nokkuð hærri að jafnaði sunnan megin 76-79 fuglar á km2 en norðan til í firðinum 50-68 fuglar á km2. Lítið sást af duggöndum í talningum NA og fundust þær eingöngu yst og nyrst í firðinum. Himbrimar fundust dreifðir um fjörðinn, mest utarlega norðanvert. Straumendur sáust víða um fjörðinn og voru lang algengastar yst norðanvert í firðinum. Flórgoðar sáust flestir 23 á einum degi í talningum NA
Skýrsla: https://rorum.is/files/skra/77/