Þorleifur Eiríksson o.fl. 2021. Huldudýr á heiðum uppi - útbreiðsla skötuorms á Íslandi.

Gerð er grein fyrir útbreiðslu skötuorms (Lepidurus arcticus (Pallas, 1793)) á Íslandi og athugaðir fundarstaðir krabbadýranna með tilliti til hæðar yfir sjávarmáli, landshluta og dýpi vatna sem dýrin fundust í. Gögnin ná yfir tímabilið 1780–2020 og taka til rannsókna höfunda auk munnlegra upplýsinga og gagna í margvíslegum ritheimildum. Alls voru skráðir 237 fundarstaðir skötuorma. Skötuormurinn hefur aðallega fundist í tjörnum og grunnum vötnum á miðhálendinu í meira en 400 m h.y.s. Dýrin finnast í öllum landshlutum en eru misalgeng, tíðust á Norður- og Suðurlandi en fátíðust á Vesturlandi.

Greinin kom út í Náttúrufræðingnum 91 (3-4), bls. 146-165, 2021 og má lesa hér.