Þóra Hrafnsdóttir og Þorgerður Þorleifsdóttir. Skötuormurinn og listamaðurinn – ferðasaga. Náttúrufræðingurinn 91 (3–4) bls. 138–145, 2021.
Síðsumars 2019 gerðu greinarhöfundar sér ferð í Veiðivötn á Landmannaafrétti ásamt hollenska listamanninum og ljósmyndaranum Wim van Egmond. Ferðin var farin á vegum Náttúruminjasafns Íslands í því skyni að taka ljósmyndir og kvikmyndir til fræðslu um vatnadýr sem fáir hafa augum litið. Vatnadýrið sem um ræðir er skötuormur. Hann lifir í vötnum og tjörnum, einkum til fjalla, og segja má að hann sé einkennisdýr vatna á hálendinu. Þetta er í fyrsta skipti svo vitað sé að skötuormur er myndaður á heimaslóð og í náttúrulegu umhverfi sínu hér á landi í þeim tilgangi að búa til fræðsluefni. Ferðasöguna prýða nokkrar af myndunum sem teknar voru í leiðangrinum.