Þorleifur Ágústsson og Þorleifur Eiríksson. 2020. Breiðdalsá og leitin að laxinum. RORUM 2020 001.

Þorleifur Ágústsson og Þorleifur Eiríksson. 2020. Breiðdalsá og leitin að laxinum. RORUM 2020 001.

 Útdráttur:
Allar upplýsingar sem til eru um Austfirði undirstrika að hverfandi líkur eru á því að sjálfbærir laxastofnar geti þrifist í ám á svæðinu. Árnar eru kaldar og næringarsnauðar dragár með gríðarlegum rennslissveiflum. Slíkar ár eru ekki náttúrulegt búsvæði fyrir lax, enda sýna heimildir, bæði skriflegar og munnlegar, að laxveiði hafi með öllu verið óþekkt fyrirbæri fyrr en á seinni hluta 20. aldar. Þetta á ekki bara við um Breiðdalsá, heldur einnig þekktar laxveiðiár líkt og árnar í Vopnafirði, en þar var ekki lax sjáanlegur fyrr en að litlu ísöld lauk um aldamótin 1900 og því er ekki nokkur grundvöllur fyrir staðhæfingum um að á Austfjörðum finnist gamlir laxastofnar, jafnvel mörg þúsund ára gamlir. Breiðdalsá hefur skv. þeim upplýsingum sem finnast um ána aldrei verið með náttúrulegan laxastofn enda eru ekki til nein gögn sem benda til slíks. Með miklum sleppingum undanfarin ár hefur verið haldið við hafbeitarstofni í ánni, sem hefur verið undirstaða laxveiði og það verður að teljast mjög ólíklegt að þessi stofn mundi haldast í ánni ef sleppingum yrði hætt.