Anna Guðrún Edvardsdóttir Ph.D Formaður Stjórnar

Félagsfræði menntunar með áherslu á byggðaþróun. Yfirmaður byggðaþróunarverkefna hjá RORUM ehf.

Heimilisfang:Sundaborg 1, 104 Reykjavík, sími: 864 0332, netfang: age@rorum.is

Anna Guðrún Edvardsdóttir (f. 1960) lauk B.ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1987, M.ed prófi í stjórnun menntastofnana frá sama skóla 2002 og Phd prófi í menntunarfræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Anna Guðrún hefur unnið sem kennari og skólastjórnandi um árabil á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi auk kennslu í fullorðinsfræðslu. Þá vann Anna Guðrún sem verkefnastjóri þróunardeildar Náttúrustofu Vestfjarða, verkefnastjóri í fullorðinsfræðslu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og verkefnastjóri rannsókna við Háskólasetur Vestfjarða á árunum 2004-2011.

Anna Guðrún hefur töluverða reynslu af sveitarstjórnarmálum og sat í bæjarstjórn Bolungarvíkur um árabil, var formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar um tíma. Á árunum 2006-2010 var Anna Guðrún formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, formaður stjórnar Markaðsstofu Vestfjarða og nefndarmaður og formaður stjórnar Atvinnufélags Vestfjarða.

Á árunum 2011-2016 vann Anna Guðrún að doktorsritgerð sinn en í henni er fjallað um samspil þekkingarsamfélagsins og byggðaþróunar á Íslandi og í Skotlandi. Skoðað var hvernig þekkingarsamfélagið hefur áhrif á seiglu og sjálfbærni dreifðra samfélaga og hvernig það getur hafa áhrif á stöðu og athafnarými íbúa, sérstaklega háskólamenntaðra kvenna.

Ritaskrá

2016

Anna Guðrún Edvardsdóttir. (2016). The interaction of the knowledge society and rural development in Iceland and Scotland. Doktorsritgerð. Háskóli Íslands, menntavísindasvið. Ritgerðina er að finna á slóðinni: https://opinvisindi.is/handle/20.500.11815/162

2013

Anna Guðrún Edvardsdóttir. (2013). Place and space for women in a rural area in Iceland. Education in the North 20(Special issue), p. 73-89.

2011

Anna Guðrún Edvardsdóttir og  Allyson Macdonald. (2011). Higher education, rural development and social sustainability. Grein birt í ráðstefnuriti í tilefni af árlegri ráðstefnu EDEN sem bar heitið Learning and sustainability: The new ecosystem of innovation. Ráðstefnan var haldin í Dublin, 20.-22. júní 2011.

2010

Anna Guðrún Edvardsdóttir (ritstjóri). (2010). Ársskýrsla Samtaka Náttúrustofa fyrir starfsárið 2009.

2007

Anna Guðrún Edvardsdóttir. (2004). Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Grein birtist í afmæliðsriti Delta, Kappa, Gamma.

2005

Anna Guðrún Edvardsdóttir, (2005). Stefnumótun fyrir Náttúrugripasafn Bolungarvíkur. Unnið fyrir Náttúrugripasafn Bolungarvíkur.

Anna Guðrún Edvardsóttir. (2005). Samspil náttúru og mannlífs að fornu og nýju á Vestfjörðum. Lokaskýrsla unnin fyrir Impru og Náttúrustofu Vestfjarða.

Anna Guðrún Edvardsóttir. (2005). Könnun um stöðu eldri borgara í Bolungarík. Unnið fyrir Bolungarvíkurkaupsstað.

2004

Anna Guðrún Edvardsdóttir. (2004). Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Tímarit um menntarannsóknir 1(1), bls. 71-82.

Anna Guðrún Edvardsdóttir. (2004). Stefnumótun fyrir Náttúrustofu Vestjarða. Unnið fyrir stjórn Náttúrustofu Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupsstað.

Skýrsla um stofnun Háskólaseturs Vestfjarða. (2004). Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið. Vann sem starfsmaður nefndarinnar og kom að skrifum skýrslunnar.

Anna Guðrún Edvardsdóttir. (2004). Frá sambýli í íbúð: könnun á kostum og göllum þess að búa í íbúð með sólarhringsþjónustu. Unnið fyrir Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum.

2003

Anna Guðrún Edvardsdóttir. (2003). Skýrsla um fullorðinsfræðslu og háskólamenntun á Vestfjörðum. Unnið fyrir Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða.