Samstarfsaðilar RORUM
Fuglafræðingur, verkefnastjóri hjá Rorum ehf.
Heimilisfang: Sundaborg 1, 104 Reykjavík, netfang: kl@rorum.is
Kristján Lilliendahl (f. 1957) lauk B. Sc. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1982, B.Sc. Hons. prófi í líffræði frá sama skóla 1990 og doktorsprófi (Ph. D) í dýrafræði frá háskólanum í Stokkhólmi 1997.
Á tímabilinu frá 1981 til 1990 starfaði Kristján við vistfræðirannsóknir hjá Líffræðistofnun Háskóla Íslands og sem aðstoðarkennari hjá Líffræðiskor. Kristján starfaði sem sérfræðingur í rannsóknum á sjófuglum á Hafrannsóknastofnun á árunum 1994 til 2014. Áhersla var lögð á athuganir á fæðu ýmissa tegunda sjófugla og tengsl fuglanna við nytjategundir sjávar. Frá 2015 hefur Kristján sinnt ritstörfum og ýmsum tilfallandi rannsóknum og verkefnum á sviði vistfræði.
Jarðfræðingur, verkefnastjóri hjá RORUM ehf.
Heimilsfang: Sundaborg 1, 104 Reykjavík, sími: 848 4642, netfang: se@rorum.is
Sigmundur Einarsson (f. 1950) lauk BSc. prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1974.
Sigmundur hefur fjögurra áratuga reynslu af fjölþættum jarðfræðirannsóknum á Íslandi. Hann starfaði m.a. við jarðfræðikortlagningu á Reykjanesskaga 1976-1978, jarðhitarannsóknir víða um land 1978-1987, jarðfræðikortlagningu á Heklusvæði 1989-1992, góðmálmaleit á Norður- og Vesturlandi 1991-1993, náttúruverndargildi á virkjunarsvæðum 1999-2000, umhverfismat virkjana í Neðri-Þjórsá 2001-2003, virkjunarrannsóknir á Suðurlandi 2003-2006, framkvæmdaeftirlit vegna vegagerðar 2005-2006, mat á verndargildi jarðminja á háhitasvæðum 2007-2009.
Sigmundur hefur m.a. starfaði í 11 ár hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar, 10 ár hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, 8 ár hjá Almennu verkfræðistofunni og 4 ár í umhverfisráðuneytinu auk þess sem hann ritstýrði Náttúrufræðingnum um 5 ára skeið. Á síðustu árum hefur hann einkum fengist við mat á verndargildi jarðminja.
Nánar