Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið að mæla upp land, hversu stórt sem það er. Þegar talað er um að mæla upp land er talað um að taka GPS hnit við horn við útmörk svæðis og nota hnitin til að teikna svæðið upp í landupplýsingaforriti. Þar má mæla stærð og gera ýmislegt fleira.
Af hverju að mæla upp land? Það getur verið gott að vita nákvæma afmörkun og stærð á garði þegar farið er í framkvæmdir. Það er gott að vita stærð ræktunargarðs þegar huga þarf að sáningu og áburði. Með nákvæmari mælingu er auðveldara að skipta svæðum upp á nákvæman máta.
Margir reka sig á að lóðablöð fyrir hús og garð virðast ekki stemma við raunveruleikann. Með nákvæmri mælingu má sannreyna lóðablöðin og ef þau reynast röng er hægt að nýta nýju mælinguna til að senda inn leiðréttingu til viðeigandi sveitarfélags
RORUM tekur að sé hvers konar mælingar á landi, hvort sem það er húsagarður, tún, kartöflugarður eða matjurtagarður, bílastæði eða eitthvað annað. RORUM getur einnig mælt staðsetningu hluta eins og ljósastaura, hornsteina, trjáa og fleira. Það er hægt að mæla flest og með nýjustu tækni getur RORUM mælt niður á sentímetra. Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið að fá slíka mælingu. Hjá RORUM er markmiðið að slík þjónusta sé aðgengileg og á góðum kjörum.
Hafðu samband við verkefnisstjóra RORUM á sviði landupplýsinga, Adam Hoffritz ah@rorum.is til að fá verðhugmynd.