Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska

26. júlí 2023 eftir Þorleifur Eiríksson

Árið 2021 fékk verkefnið „Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum“ styrk til þriggja ára frá Umhverfissjóði Sjókvíaeldis (UMSJ). Verkefnið er samstarfsverkefni RORUM, Keldna og Hafrannsóknarstofnunar sem og laxeldisfyrirtækja. Fyrsta og öðru rannsóknaári er nú lokið og liggja niðurstöður fyrir  (Fundargerð ) en UMSJ tók ákvörðun í ár að styrkja ekki önnur verkefni en þau sem eru lögbundin verkefni Hafrannsóknarstofnunar. Það er því ljóst að verkefninu líkur með þessum tveimur rannsóknaárum en eitt af markmiðum verkefnisins var að koma á árlegri vöktun á laxfiskum á þessum svæðum. RORUM hefur allan metnað til að halda því áfram og mun sækjast eftir styrkjum til þessa á næsta ári og komandi árum.

Vöktun á umhverfisáhrifum þess er mikilvægt bæði út frá sjónarmiðum eldisfyrirtækja sem og umhverfisins.

Þó svo að þetta tiltekna verkefni hafi einungis staðið í tvö ár hefur verkefnastjóri unnið að slíkum verkefnum síðan árið 2017 og hefur því skapast mikil reynsla og þekking innan raða RORUM.

Skýrsla um fyrra rannsóknarár

Skýrsla um annað rannsóknarár