Kortagerð, landupplýsingar og hnitsetningar á landamerkjum

7. september 2021 eftir

Landupplýsingar og kortagerð eru meðal verkefna sem unnið er að hjá RORUM og er Adam Hoffritz verkefnastjóri.

Adam Hoffritz hefur fjölbreytta reynslu á sviði kortagerðar, kortlagningar og hverskyns landupplýsingavinnu.

Landupplýsingar eru mikilvægur liður í starfsemi RORUM og getum við boðið upp á öfluga þjónustu á því sviði. Sem dæmi má nefna kort í bækur og skýrslur, ýmsar landfræðilegar greiningar ásamt því að færa gögn yfir á landupplýsingaform.

RORUM tekur að sér að hnitsetja landamerki jarða, hnitsetja uppskiptingar á jörðum ásamt því að útbúa mæliblað (kort og hnitaskrá) og aðstoða fólk við ferlið frá upphafi til enda.

RORUM býður uppá þjónustu við sveitarfélög við stafrænt skipulag, svo sem að koma aðalskipulagi yfir á landupplýsingaform og hverskonar aðra landupplýsingaþjónustu.

Hjá RORUM er til staðar góð þekkingu og reynsla af landupplýsingum, kortagerð og mælingum fyrir stór og smá verkefni.