Guðmundur Víðir Helgason

14. maí 2020 eftir Thorleifur Eiriksson

Kær samstarfsmaður, vinur og einn stofnandi RORUM ehf. Guðmundur Víðir Helgason er látinn. Guðmundur Víðir var í senn góður fræðimaður og traustur samstarfsmaður. Eftir Guðmund Víði liggja fjölmargar skýrslur og greinar um líffræði og íslenska náttúru. Við hjá RORUM vottum fjölskyldu Guðmundar Víðis okkar dýpstu samúð.