Þörungarvinnsla við Ísafjarðardjúp

Markmið verkefnis er að vinna fýsileikakönnun fyrir vinnslu sjávarþangs úr Ísafjarðardjúpi. Í verkefninu verða tekin saman fyrirliggjandi gögn um útbreiðslu og magn helstu tegunda þangs í fjörum Ísafjarðardjúps. Þær tegundir þangs sem helst er horft til vinnslu á eru bóluþang (Fucus vesiculosus) og skúfaþang (Fucus distichus). Umhverfisaðstæður sem þessar tegundir vaxa við eru þekktar en útbreiðsla þeirra hefur ekki verið kortlögð.