Greining á sýnileika sjókvíeldis. Myndin er úr frummatsskýrslu vegna stækkunar á framleiðslu Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði. Rorum vann mat á umhverfisáhrifum fyrir verkefnið ásamt Löxum ehf.
Hefðbundið yfirlitskort af Eyjafjarðarsvæðinu með bæjum, þéttbýli, vegum o.fl.
Rorum býður viðskiptavinum sínum upp á alhliða þjónustu vegna kortagerðar og landupplýsinga. Rorum getur sinnt kortagerð í hversskonar skýrslur, bæklinga og annað. Rorum getur sinnt öllum landfræðilegum greiningum, svo sem sýnileikagreiningum, staðsetningaval, yfirborðskortlagning og fleira.
Markmið verkefnisins er að þróa nýja aðferð til að meta sjónræn áhrif sjókvíeldis á landslag. Aðferðin mun blanda saman á nýstárlegan máta ljósmyndum og greiningu í landupplýsingakerfum (einnig þekkt sem LUK eða GIS) og mun nýtast hagsmunaaðilum og ráðgjafafyrirtækjum við mat á sjónrænum áhrif sjókvíeldis.
Verkefnið fékk úthlutað styrk að upphæð 1,5 milljón króna úr Umhverfissjóði sjókvíeldis árið 2018.
Mynd: Sýnileikakort í frummatsskýrslu Laxa fiskeldis vegna aukningu á starfsemi fyrirtækisins í Reyðarfirði.