Fiskeldi


Nýlokið hefur verið samvinnuverkefni Vistum, RORUM og Ísfells sem unnið var undir stjórn VISTUM. Verkefnisstjóri var Magnús Þór Bjarnason. Verkefnið fjallaði um að athuga hvort hægt væri að nýta smáan krækling og aðrar ásætur sem eru þrifnar af fiskeldiskvíum á landi. Unnið var rekstrar og hagkvæmnismat á mögulegri nýtingu á þessum hráefnum og niðurstöður lagðar fram í lokaskýrslu.


RORUM er þátttakandi í verkefninu Ecost sem styrkt er af Evrópusambandinu. Verkefninu er stýrt af IRIS og unnið í samvinnu við Greig seafood, ISPRA, CNR, ISMAR og RORUM. 

Verkefnið var með veggspjald á ráðstefnunni Havbruk í Osló undir nafniu: "Hagnýting á greiningum vistfræðilegs fótspors: Beiting á huglægum líkönum og ferilsþróun."

 

 


Þorleifur Eiríksson við sýnatöku
Þorleifur Eiríksson við sýnatöku
1 af 3

Markmið verkefnisins er að kanna hvort sömu breytingar, ef einhverjar, hafa orðið á botndýralífi utan og innan brúarinnar í Dýrafirði.  


Markmið verkefnisins er að nýtan heitan sjó í Eyjafirði til að rækta upp heitsjávarrækju (Litopenaeus vannamei) á Íslandi. Verkefnið er unnið í samstarfi við norska fyrirtækið Happy Prawn, Fasteignafélagið Hjalteyri, Fóðurverksmiðjuna Laxá hf. og RORUM ehf.  


20.-21. Mars síðastliðin var haldin ráðstefna um Strandbúnað í annað skipti. 

Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Þorleifur Eiríksson frá RORUM var í stórn Strandbúnaðar sem sá um að skipuleggja ráðstefnuna og var síðan kostin stjórnarformaður á meðfulgjandi stjórnarfund. 

Tveir starfsmenn RORUM voru með fyrirlestra á Ráðstefnuni:

Anna Guðrún Edvardsdóttir fjallaði um: "Heildræn áhrif fiskeldis - umhverfi, efnahagur, samfélag og menning."

Eva Dögg Jóhannesdóttir fjallaði um: "Tíðni og þéttni lúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum."

Einnig var Þorleifur Eiríksson var Málsstofustjóri í málstofunni: "Heilbrigði í strandbúnaði - verk og vitundarvakning"


Stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis ákvað 11. Febrúar 2016 að styrkja verkefnið „Umhverfisvænt fiskeldi sem leið til aukinnar framlegðar“, sem tilkynnt var með bréfi dags, 18. febrúar 2016.