Sjálfbær nýting á þangi Ísafjarðardjúps.
Markmið verkefnisins var að gera uppskerumælingar á þangi í Ísafjarðardjúpi í samstarfi við bændur og landeigendur.
Þang er verðmæt afurð sem er vannýtt hér á landi. Strandlengja Ísafjarðardjúps er löng og með mikla þangþekju og gæti því hentað fyrir þangskurð. Í verkefninu verða gerðar uppskerumælingar á þangi úr Ísafjarðardjúpi svæðinu í samstarfi við bændur og landeigendur. Aðallega verður horft til bóluþangs (Fucus vesiculosus) og skúfaþangs (F. distichus), en einnig horft til annarra tegunda, svo sem klapparþangs (F. spiralis) og klóþangs (Ascohphylum nodosum).
Í niðurstöðum mælinga kemur m.a. fram að fullur endurvöxtur tekur meiri tíma en tvö ár, þó stöku reitir hafi endurnýast á einu eða tveimur árum.Beltaskipting þangs var víðast eins og við mátti búast, klapparþang efst, svo bóluþang og skúfaþang neðst.
Klóþang var víða, t.d. í Mjóafirði, mun dreyfðara um fjöruna en venjulega og náði víða upp að klapparþangsbeltinu.
Þessar tvær fjörur sem skoðaðar voru, í Skálavík og Mjóafirði, eru mjög ólíkar bæði hvað varðar undirlag og tegundasamsetningu. Fjaran við Skálavík er á klöpp en innar í Mjófirði er malar og hnullungafjara.
Reitirnir sem voru valdir í Skálavík eru á palli ofarlega í fjörunni og var þar aðallega klapparþang en lítið að öðrum tegundum. Tveir reitir höfðu náð fyrri lífþyngd klapparþangs sem mæld var árið 2016 og tveimur árum seinna höfðu tveir reitir náð þyngd klapparþangs sem mælt var árið 2015. Hinsvegar hafði bóluþang á fjórum reitum hnáð verulegri lífþyngd en fyrir þann tíma hafði lítið sem ekkert bóluþang fundist á reitunum.
Fjaran innar í Mjóafirði er bóluþangsfjara, en þar var bóluþangið áberandi með mesta lífþyngd en var blandað með skúfþangi og klóþangi. Mjög lítið var þar af klapparþangi. Árið 2016 og 2018 höfðu þrír reitir náð náð svipaðri eða meiri lífþyngd af bóluþang en áður.